Brosið

Hún stóð á miðju stofugólfinu og það ýlaði ennþá í eyrunum á henni eftir skothvellina. Byssan hékk í lafandi hendi hennar og með tómu augnaráði horfði hún á samanfallin líkamann í lazyboy stólnum. Hún beið eftir því að sjá eitthvert lífsmark en þegar ekkert gerðist eða heyrðist annað en rigningin sem buldi á þakinu, færði hún sig nær líkinu. Varlega lyfti hún hægri fætinum og ýtti við líkinu með tánni. Ekkert gerðist. Hún ýtti fastar með tánni og að lokum gaf hún líkinu gott spark sem hefði vakið hvern sem er upp úr djúpu meðvitundarleysi. Ekkert gerðist. Hún áttaði sig á því að hún hafði haldið niðri í sér andanum og fór að draga hann með rykkjum og skrykkjum. Henni snarsvimaði svo hún settist flötum beinum á stofugólfið. Andadrátturinn hægðist og hægt og rólega fór það að síast inn hjá henni að helvítis fokking auminginn var dauður. Hún hló lágt en dauðbrá við hljóðið og hætti. Fokk, hugsaði hún, ég er búin að stúta helvítis fokkin ógeðinu. Hún horfði á líkið í lazyboy stólnum. Hann var meira að segja ógeðslegur dauður. Hann lá frekar en sat í stólnum, hafði runnið svolítið niður og höfuðið hékk út á vinstri öxlina. Hún sá ekki skotsárið á hálsinum því að munnurinn á honum var opinn og hakan hékk yfir sárinu. En skotsárið á hægri hlið ennisins leyndi sér ekki. Það var ógeðslegt. Af stuttu færi gerir blýkúla ótrúlegan skunda. Sérstaklega þegar bein er fyrsta fyrirstaðan eins og í þessu tilfelli. Það var ekki snyrtilega hola sem blasti við heldur hafði kúlan flatts út og brotið sér leið inn í höfuðkúpuna. Það var stærðarinnar sár og höfuðkúpan hafði gefið eftir frá miðju höfðinu fyrir ofan nefið og alveg út að hægra eyranu. Það var eins og hann hefði verið laminn með sleggju því höfuðið var svo beyglað. Hún starði alveg hugfangin á líkið. Þeir sem voru skotnir í bíómyndum voru aldrei svona ógeðslegir. Yfirleitt bara lítið kringlótt sár og svo ekki söguna meir. Þarna lá óbermið í klessu og það var blóð langt upp á vegginn fyrir aftan hann. Djöfuls fokking viðbjóður, helvítið gat ekki einusinni drepist án þess að verða viðbjóðslegri en allt annað. Fokking fífl. Hún tók allt í einu eftir því að það liðist reykur upp í sundurskotinni höfuðkúpunni. Hún þoldi ekki við meiru svo hún snéri sér undan og ældi kröftuglega á gólfið. Helvítis viðbjóður, helvítis fokking viðbjóður.

Hjúkrunarkonan opnaði varlega hurðina á herbergi mótorhjólamannsins og leit inn. Þarna sat eiginkonan á rúmbríkinni og höfuð hennar hékk niður á bringuna. Hún var greinilega orðin dauðþreytt enda langt liðið á nóttina. Hjúkrunarkonan lokaði varlega hurðinni og náði í hægindastól á hjólum ásamt teppi og hitabrúsa með nýlöguðu kaffi. Hún trillaði þessu inn á herbergi mótorhjólamannsins og bauð eiginkonunni að hvíla sig í stólnum sem hún þáði með þögulu samþykki. Grátbólgin augun voru þurrkuð og hún bjó um sig í hægindastólnum. Það var löng nótt framundan. Hvað var með þessa rigningu, hugaði hjúkrunarkonan þegar hún leit yfir herbergið og út um gluggann, ætlaði henni aldrei að linna? Hún lokaði hurðinni varlega og gerði krossmark með hendinni út í loftið. Hún var viss um að mótorhjólamaðurinn myndi ekki lifa af nóttina. Guð veri með ykkur, hvíslaði hún með sjálfri sér og fór inn á vaktherbergið. „Viltu verða með í pottinum“? Hjúkrunarfræðingur deildarinnar leit á hjúkrunarkonuna með spurn í augum, viltu? Hjúkrunarkonan hváði, með í hverju? Við erum með rauðvíns-lukku pott. Ég segi að Mótorhjólamaðurinn deyi klukkan 06:00 í fyrramálið, konan í býtabúrinu segir milli 7 og 8 og hjúkkan á gangi C segir að hann verði farinn fyrir klukkan 4 í nótt. Hvað segir þú? Hún horfði spennt á hjúkrunarkonuna. Hjúkrunarkonan horfði á þær til skiptis og fann að hún roðnaði af reiði. Hún beit saman jöxlunum og flýtti sér að líta undan. Nei takk, ég, ég get ekki tekið þátt núna. Helvítis tillitslausu svínin ykkar, langaði henni að bæta við en það myndi bara gera illt verra svo hún lét sér nægja að byrgja reiðina inni og fór fram á gang til að jafna sig. Hún róaði sig niður á mannlausum dimmum ganginum og fór að hugsa um hvervegna hún væri svona viðkvæm gagnvart þessum óþekkta mótorhjólamanni. Vissulega hafði hún séð margt verra sem hjúkrunarkona á stórum spítala en það var sjaldan sem einhver náði að þrengja sér svona kyrfilega inn í tilfinningalíf hennar. Hvað þá bláókunnugur giftur maður sem lá fyrir dauðanum. Hvað er í gangi, sagði hún lágt við sjálfa sig? Hún sá fyrir sér andlit hans á ljósmyndinni í ökuskírteininu hans. Brosið sem var á vörum hans á myndinni fór ekki úr huga hennar. Augu hans sem horfðu svo glettnislega á móti myndavélinni, þrengdi sér inn í vitund hennar og hún brosti ósjálfrátt, eins og hún væri að brosa til hans. Hvað er málið, hugaði hún aftur og það fór skömmustuleg tilfinning um líkama hennar. Hvað er málið?  

Það fór um hana skjálfti þegar uppköstunum var lokið. Með annarri erminni þurrkaði hún slefu og ælu framan úr sér og fór að velta því fyrir sér hvert næsta skref yrði. Hún stóð upp og fann að hún var ennþá svolítið reikul á fótunum. Gat verið að allt Tequilað væri enn að hafa áhrif á hana? Fokk hvað hún gat verið mikill hænuhaus, hún kreisti fram bros. Svo leit hún á líkið í stólnum en forðaðist að horfa á afmyndað höfuðið. Einu var ólokið. Hún gekk að lazyboy stólnum og miðaði skammbyssunni í klof aumingjans. Nú, þegar mest allt adrenalínið var í ælupollinum á gólfinu virkaði hvellurinn ærandi. Það eina sem sást á buxunum hjá fokking aumingjanum var lítið gat svo hún skaut aftur, og aftur. Púðurlyktin var kæfandi svo hún lét þetta gott heita og gekk inn í eldhúsið,settist við borðið og skellti svartri þungri skammbyssunni á það. Þarna sat hún í dágóða stund meðan hugsanirnar æddum um höfuð hennar. Hvað ég fokk er ég búin að gera? Ég er orðin morðingi, tvöfaldur morðingi meira að segja því ég drap þennan fokkin gaur á mótorhjólinu. Hún starði á skammbyssuna. Hvað var eiginlega búið að gerast fyrir hana. Af hverju er ég svona djöfull fokked up? Tárin tóku að leka niður kinnarnar á henni og drógu með sér svartan ódýran maskarann. Hún tók upp skammbyssuna og handlék hana varlega. Hún miðaði henni upp undir hökuna og þrýsti varlega á gikkinn. Var ekki bara best fyrir alla ef hún bara endaði þetta?

Jac Norðquist


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Spennan í hámarki,,,,vá

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 18.5.2009 kl. 17:28

2 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Ekki geðslegt að vera í sporum kvennanna í sögunni. HVAÐ gerist næst?

Marta Gunnarsdóttir, 19.5.2009 kl. 23:31

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Vel gert.....bíð eftir framhaldi.

Spurningin er.....hvernig enda þessi ósköp. Ég les .....ég er dálítið spennt.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 20.5.2009 kl. 08:23

4 identicon

Þú ert frábær penni frændi :)

Fjóla Einarsdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 18:30

5 identicon

Váá... ég bara get ekki beðið...þetta er svo spennandi... hvenær kemur framhaldið?

Elva (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband