Færsluflokkur: Bloggar

Brosið

Hún stóð á miðju stofugólfinu og það ýlaði ennþá í eyrunum á henni eftir skothvellina. Byssan hékk í lafandi hendi hennar og með tómu augnaráði horfði hún á samanfallin líkamann í lazyboy stólnum. Hún beið eftir því að sjá eitthvert lífsmark en þegar ekkert gerðist eða heyrðist annað en rigningin sem buldi á þakinu, færði hún sig nær líkinu. Varlega lyfti hún hægri fætinum og ýtti við líkinu með tánni. Ekkert gerðist. Hún ýtti fastar með tánni og að lokum gaf hún líkinu gott spark sem hefði vakið hvern sem er upp úr djúpu meðvitundarleysi. Ekkert gerðist. Hún áttaði sig á því að hún hafði haldið niðri í sér andanum og fór að draga hann með rykkjum og skrykkjum. Henni snarsvimaði svo hún settist flötum beinum á stofugólfið. Andadrátturinn hægðist og hægt og rólega fór það að síast inn hjá henni að helvítis fokking auminginn var dauður. Hún hló lágt en dauðbrá við hljóðið og hætti. Fokk, hugsaði hún, ég er búin að stúta helvítis fokkin ógeðinu. Hún horfði á líkið í lazyboy stólnum. Hann var meira að segja ógeðslegur dauður. Hann lá frekar en sat í stólnum, hafði runnið svolítið niður og höfuðið hékk út á vinstri öxlina. Hún sá ekki skotsárið á hálsinum því að munnurinn á honum var opinn og hakan hékk yfir sárinu. En skotsárið á hægri hlið ennisins leyndi sér ekki. Það var ógeðslegt. Af stuttu færi gerir blýkúla ótrúlegan skunda. Sérstaklega þegar bein er fyrsta fyrirstaðan eins og í þessu tilfelli. Það var ekki snyrtilega hola sem blasti við heldur hafði kúlan flatts út og brotið sér leið inn í höfuðkúpuna. Það var stærðarinnar sár og höfuðkúpan hafði gefið eftir frá miðju höfðinu fyrir ofan nefið og alveg út að hægra eyranu. Það var eins og hann hefði verið laminn með sleggju því höfuðið var svo beyglað. Hún starði alveg hugfangin á líkið. Þeir sem voru skotnir í bíómyndum voru aldrei svona ógeðslegir. Yfirleitt bara lítið kringlótt sár og svo ekki söguna meir. Þarna lá óbermið í klessu og það var blóð langt upp á vegginn fyrir aftan hann. Djöfuls fokking viðbjóður, helvítið gat ekki einusinni drepist án þess að verða viðbjóðslegri en allt annað. Fokking fífl. Hún tók allt í einu eftir því að það liðist reykur upp í sundurskotinni höfuðkúpunni. Hún þoldi ekki við meiru svo hún snéri sér undan og ældi kröftuglega á gólfið. Helvítis viðbjóður, helvítis fokking viðbjóður.

Hjúkrunarkonan opnaði varlega hurðina á herbergi mótorhjólamannsins og leit inn. Þarna sat eiginkonan á rúmbríkinni og höfuð hennar hékk niður á bringuna. Hún var greinilega orðin dauðþreytt enda langt liðið á nóttina. Hjúkrunarkonan lokaði varlega hurðinni og náði í hægindastól á hjólum ásamt teppi og hitabrúsa með nýlöguðu kaffi. Hún trillaði þessu inn á herbergi mótorhjólamannsins og bauð eiginkonunni að hvíla sig í stólnum sem hún þáði með þögulu samþykki. Grátbólgin augun voru þurrkuð og hún bjó um sig í hægindastólnum. Það var löng nótt framundan. Hvað var með þessa rigningu, hugaði hjúkrunarkonan þegar hún leit yfir herbergið og út um gluggann, ætlaði henni aldrei að linna? Hún lokaði hurðinni varlega og gerði krossmark með hendinni út í loftið. Hún var viss um að mótorhjólamaðurinn myndi ekki lifa af nóttina. Guð veri með ykkur, hvíslaði hún með sjálfri sér og fór inn á vaktherbergið. „Viltu verða með í pottinum“? Hjúkrunarfræðingur deildarinnar leit á hjúkrunarkonuna með spurn í augum, viltu? Hjúkrunarkonan hváði, með í hverju? Við erum með rauðvíns-lukku pott. Ég segi að Mótorhjólamaðurinn deyi klukkan 06:00 í fyrramálið, konan í býtabúrinu segir milli 7 og 8 og hjúkkan á gangi C segir að hann verði farinn fyrir klukkan 4 í nótt. Hvað segir þú? Hún horfði spennt á hjúkrunarkonuna. Hjúkrunarkonan horfði á þær til skiptis og fann að hún roðnaði af reiði. Hún beit saman jöxlunum og flýtti sér að líta undan. Nei takk, ég, ég get ekki tekið þátt núna. Helvítis tillitslausu svínin ykkar, langaði henni að bæta við en það myndi bara gera illt verra svo hún lét sér nægja að byrgja reiðina inni og fór fram á gang til að jafna sig. Hún róaði sig niður á mannlausum dimmum ganginum og fór að hugsa um hvervegna hún væri svona viðkvæm gagnvart þessum óþekkta mótorhjólamanni. Vissulega hafði hún séð margt verra sem hjúkrunarkona á stórum spítala en það var sjaldan sem einhver náði að þrengja sér svona kyrfilega inn í tilfinningalíf hennar. Hvað þá bláókunnugur giftur maður sem lá fyrir dauðanum. Hvað er í gangi, sagði hún lágt við sjálfa sig? Hún sá fyrir sér andlit hans á ljósmyndinni í ökuskírteininu hans. Brosið sem var á vörum hans á myndinni fór ekki úr huga hennar. Augu hans sem horfðu svo glettnislega á móti myndavélinni, þrengdi sér inn í vitund hennar og hún brosti ósjálfrátt, eins og hún væri að brosa til hans. Hvað er málið, hugaði hún aftur og það fór skömmustuleg tilfinning um líkama hennar. Hvað er málið?  

Það fór um hana skjálfti þegar uppköstunum var lokið. Með annarri erminni þurrkaði hún slefu og ælu framan úr sér og fór að velta því fyrir sér hvert næsta skref yrði. Hún stóð upp og fann að hún var ennþá svolítið reikul á fótunum. Gat verið að allt Tequilað væri enn að hafa áhrif á hana? Fokk hvað hún gat verið mikill hænuhaus, hún kreisti fram bros. Svo leit hún á líkið í stólnum en forðaðist að horfa á afmyndað höfuðið. Einu var ólokið. Hún gekk að lazyboy stólnum og miðaði skammbyssunni í klof aumingjans. Nú, þegar mest allt adrenalínið var í ælupollinum á gólfinu virkaði hvellurinn ærandi. Það eina sem sást á buxunum hjá fokking aumingjanum var lítið gat svo hún skaut aftur, og aftur. Púðurlyktin var kæfandi svo hún lét þetta gott heita og gekk inn í eldhúsið,settist við borðið og skellti svartri þungri skammbyssunni á það. Þarna sat hún í dágóða stund meðan hugsanirnar æddum um höfuð hennar. Hvað ég fokk er ég búin að gera? Ég er orðin morðingi, tvöfaldur morðingi meira að segja því ég drap þennan fokkin gaur á mótorhjólinu. Hún starði á skammbyssuna. Hvað var eiginlega búið að gerast fyrir hana. Af hverju er ég svona djöfull fokked up? Tárin tóku að leka niður kinnarnar á henni og drógu með sér svartan ódýran maskarann. Hún tók upp skammbyssuna og handlék hana varlega. Hún miðaði henni upp undir hökuna og þrýsti varlega á gikkinn. Var ekki bara best fyrir alla ef hún bara endaði þetta?

Jac Norðquist


Morð

Köld rigningin lak niður rúðuna, heit tárin láku niður kinnar eiginkonunnar. Það var alveg hljótt í herberginu þar sem hún sat yfir mótorhjólamanninum. Hönd hennar hvíldi létt á lakinu sem breitt var yfir hann. Hún fann sáraumbúðirnar gegnum lakið. Hún sat í dimmunni og horfði út um regnvota rúðuna. Guð hvað hún vonaði að hún myndi bara vakna upp af værum svefni og áttaði sig á því að þetta væri bara ömurleg martröð. Blásturshljóðið í öndunarvélinni og lágvært pípið í monitorinum sannfærðu hana hinsvegar um að hún væri í raun stödd á spítalanum við hlið eiginmanns síns. Hún leit af rúðunni og niður á líflausan líkamann í hvítu rúminu. Minningar um þennan lífsglaða mann streymdu fram í huga hennar.

Brúðkaupsferðin þeirra birtist ljóslifandi fyrir hugskotsjónum og hún bókstaflega fann lyktina af ylvolgum sjónum þar sem að þau sátu í sandinum á sólarströndinni. Hann horfði í augu hennar og það vottaði fyrir kunnuglegum broshrukkunum við augnkrókana. Hann teygði hönd sína fram og strauk fingrum sínum hægt og blíðlega yfir kinnina á henni. Ástin mín eina, hvíslaði hann, ég elska þig svo heitt að ég fæ næstum því tár í augun þegar og hugsa um hvað ég er hamingjusamur. Fingur hans liðuðust hægt niður kinnina og undir hökuna á henni. Mér finnst líf mitt hafa fullkomnast þegar þú sagði já, við því þegar ég bað þig um að giftast mér. Fingur hans tóku varlega undir hökuna á henni og lyfti henni örlítið upp á við. Hann beygði sig fram og andlit hans nam nánast við hennar. Ég er svo ótrúlega stoltur af þér ástin mín, fallega eiginkonan mín. Hann kyssti hana undurblítt á varirnar.

Hún leit með tárin í augunum á höfuðið sem var hulið sáraumbúðum í rúminu. Ég er líka stolt af þér, hvíslaði hún, ég er svo óumræðanlega stolt af þér ástin mín. Hún fann hönd hans undir lakinu og færði hana ofurvarlega upp að vörunum sínum. Hún kyssti fingurgómana hans. Ég elska þig, ég elska þig svo heitt. Ekki fara frá mér, þú mátt ekki fara frá mér ástin mín. Þetta verður allt í lagi, þú átt alveg eftir að jafna þig og við.... hún lauk ekki við setninguna því að ekkinn tók yfir. Hægt lét hún hönd hans niður á rúmið aftur. Rigningin buldi á rúðunni, endalausa ískalda rigningin.

 

„Hættu“ ! Helvítis fokking hættu! Ég þoli þetta ekki, hvað í fokk ertu að gera við mig? Röddin í honum var mjóróma og hás. Hann grenjaði og það lak slefa niður hökuna á honum. Hún starði á hann, það var nú fátt sem minnti hana á að hún hafði elskað þetta djöfuls hlandblauta slefgerpi fyrir nokkrum klukkutímum síðan. Hvað í fokk var hún að spá með það? Hún myndi aldrei verða svo gömul að hún myndi skilja hvað hún sá við þetta djöfuls óbermi. Haltu djöfuls kjaftinum á þér saman helvítis skítamörðurinn þinn. Hún dáðist að því hversu róleg og yfirveguð hún var. Hann þagnaði og sat kyrr í lazyboystólnum, verkirnir í sundurskotnum fætinum voru að drepa hann en hann beit á jaxlinn. Hann var alveg viss um að hún myndi stúta honum ef hann héldi ekki kjafti. Hvað í fokk var að helvítis tíkinni? Hvernig í fjandanum geta tíkur orðið svona klikkað sækó á stuttum tíma?

Hún var búin að njóta þess nógu lengi að sjá fávitann þjást. Það var kominn tími til aðgerða. Jæja, sagði hún, nú er komið að lokum þíns auma lífs. Ef það er til Helvíti, þá vona ég að þú fáir sérherbergi í kjallaranum og þar fái þín auma djöfuls sál að þjást um aldur og ævi. Hún miðaði lögregluskammbyssunni á andlit hans og þrýsti fastar á gikkinn. Bless aumingi!

Hann fann hjarta sitt missa úr takt þegar adrenalínið sprautaðist í gusum út í blóðið. Það var eins og hann væri að horfa á bíómynd í slow-motion. Þarna stóð konan sem fyrir bara nokkrum klukkutímum var alveg undir hælnum á honum og hann gat notað eins og viljalaust verkfæri þegar honum hentaði, og miðaði á hann skammbyssu. Hann sá fingur hennar herpast utan um gikk byssunnar, einbeitt augnaráðið var kalt og tilfinningalaust. Fokk, ætlaði hún virkilega að stúta honum? Hann horfði beint inn í hlaup skammbyssunnar og sá hvernig bláleitur reykurinn gusaðist út úr hlaupinu, strax á eftir kom blýkúlan eins og reiður Geitungur í átt að honum. Getur maður virkilega séð byssukúlur á flugi, hugsaði hann steinhissa. Augun fylgdu kúlunni þar sem hún sveif hljóðlaust yfir stofuna og stefndi á hann. Hann missti af henni þegar hún hvarf undir hökuna á honum og boraði sig inn í mjúkan hálsinn. Tilfinningin var eins og einhver stæði fyrir framan hann og potaði með vísifingri beint í barkakýlið á honum, potaði af öllum kröftum svo hann smásaman náði ekki andanum. Hann fann hvernig húðin gaf sig og heit kúlan þrýsti barkakýlinu þvert yfir öndunarveginn og lokaði honum alveg áður en það rifnaði. Kúlan hélt áfram og yfirgaf blóðuga klessuna í barkanum og hélt áfram gegnum hálsinn og stefndi beint á banakringluna innanverða. Hún lenti á milli efstu hryggjaliðanna og tók í sundur mænuna áður en hún fór út úr hálsinum aftanverðum. Hann fann hvernig lungun fóru að öskra eftir lofti sem gat ekki þrengt sér niður í þau gegnum sundraðan hálsinn. Heilinn sendi skilaboð til handanna um að færa þær upp að hálsinum en þar sem að mænan var í sundur gerðist ekkert annað en að hann lyppaðist niður í lazyboystólnum. Það hrökk allt aftur úr slow-motion og hann starði skökkum augum á konuna sem stóð yfir honum. Helvítis svínið þitt, Fokking drepstu, öskraði hún og hleypti aftur af. Í þetta sinn fann hann rétt svo fyrir höggi kúlunnar áður en hún gersamlega splundraði heilanum í honum. Líkaminn kipptist lítillega til.

  Hann var ekki til lengur.

    


Kúrekastígvél

Lögreglumennirnir óku hægt framhjá húsi konunnar. Það var ekkert ljós að sjá þar innandyra. Þeir höfðu athugað gaumgæfilega allar strætóstoppistöðvar í nágreni slysavettvangsins en sáu engan sem gæti verið konan sem þeir leituðu af. Þeir kölluðu í talstöðina og báðu konuna á skiptiborðinu um að athuga hvort konan væri með skráðan GSM síma á sínu nafni. Það var hún og þeir fengu númerið. Sá yngri náði í síma í hanskahólfi lögreglubílsins og hringdi í númerið sem hann hafði hripað niður á servíettu. Það hringdi nokkrar hringingar í númerinu en svo kom staðlað talhólf „Vinsamlega skildu eftir skilaboð á eftir tónmerkinu“. Lögreglumaðurinn kynnti sig og bað hana um að hafa samband við næstu lögreglustöð hið fyrsta, það væri áríðandi að lögreglan næði við hana sambandi vegna skýrslutöku. Hann lagði á eftir þessi stuttu skilaboð. Meira gætu þeir ekki gert í bili þar sem að vaktinni þeirra var loks að ljúka. Orðnir uppgefnir, keyrðu þeir niður á lögreglustöð og lögðu bílnum. Næturvaktin fengi ekki aðgang að þessum bíl í nótt og þeir voru ánægðir með það. Það var alveg óþolandi að taka við bíl eftir næturvaktir. Þeir voru alltaf skítugir og fullir af rusli eftir nætur-naslið. Sá yngri læsti bílnum og saman gengu þeir upp tröppurnar og inn á lögreglustöðina. Eftir að hafa klætt sig úr einkennisklæðnaðinum og skipt yfir í borgarlegan klæðnað, tók sá yngri eftir því að hann var ekki með skammbyssuna sína. Hann hristi höfuðið yfir klaufaskapnum, fjárinn, hún hefur enn og aftur dottið á milli sætanna. Hann ákvað að biðja um annað hulstur þegar hann kæmi aftur á vaktina, þetta gengi ekki að vera alltaf að tapa byssunni. Hann fór ekki að athuga um hana því hann átti að taka við bílnum á morgun svo það skipti litlu máli að byssan lægi í bílnum yfir nóttina.

 

Henni langaði til að blístra af fögnuði við að heyra í fokking aumingjanum koma inn í stofuna. Það var alveg dimmt og hann sá greinilega ekkert. Augu hennar voru búin að venjast myrkrinu svo hún sá hann alveg þokkalega vel. Hún miðaði byssunni á hann og setti vísifingur á gikkinn. Hún fylgdi skuggamyndinni ganga inn í stofuna og sá hvar hann þreifaði eftir slökkvaranum á standlampanum við sjónvarpið. Það kom smellur þegar hann kveikti á honum. Hún pírði augun á móti birtunni og á sama augnabliki snéri hann sér við og sá hana. Fokking shjitturinn maður!! Honum krossbrá, djöfulan ertu að gera hér? Sagði hann og var steinhissa. Þá tók hann eftir byssunni sem hún miðaði ennþá á bringuna á honum, fokk, hvað í fokk ertu að gera tí.. vina? Hann sleikti efri vörina og setti aðra höndina á mjöðm. Heyrðu getum við ekki bara talað um þetta eða hvað, þarftu eitthvað að vera að hóta mér með þessari byssu? Ég meina, ég sló þig ekkert sko fast þú skilur, þetta var bara meira svona sjálfsvörn, þú varst bara eitthvað svo fokking kreisý. Hann talaði út í eitt. Hún varð ringluð eitt augnablik en dró svo djúpt andann og öskraði eins hátt og hún gat „ Sestu niður helvítis fokking skíturinn þinn“ Honum brá svo mikið að hann meig á sig. Heitt þvagið lak niður vinstri skálmina og ofan í snjáð kúrekastígvélið með Texas-útsauminum og silfurlitaðri sylgjunni. Fokk hvað hún naut þess að sjá hræðsluna leka af honum. Djöfull átti hann þetta fokking skilið. „Sestu þarna niður helvítis maðkurinn þinn“ Hún benti með byssunni á lazyboy stólinn. Hann stóð bara þarna og var sem lamaður, það var eins og eitthvað hefði dottið úr sambandi inni í honum. Hann vildi hlýða henni, hann reyndi að hlýða henni, en líkaminn bara virkaði ekki. Hann varð alveg steinhissa á sjálfum sér, svo hissa að eitt augnablik gleymdi hann því að hún var með byssu og miðaði henni á hann. Hann sá eins og í slow motion þegar hún bærði munninn í enn einu öskrinu og miðaði svo hægt og rólega byssunni á vinstri fót hans. Hann heyrði ekki bofs í hvorki henni né skammbyssunni þegar hún hleypti af. En Guð minn fokking góður hvað hann fann fyrir sársaukanum þegar 7mm kúlan tætti sundur kúrekastígvélið svo að blóð og þvag sprautuðust í allar áttir! Hann öskraði af leiftrandi sársaukanum og féll niður á bæði hnén. Helvítis tíkin skaut mig, hún fokkin skaut mig? Reiðin og undrunin voru slík að hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hann bara lá þarna á hnjánum og heyrði einhvern öskra eins og stunginn grís í fjarlægð. Shit hvað svínið gat öskrað hugsaði hann pirraður. Öskrin færðust nær og nær þar til að hann fattaði að þetta voru hans eigin öskur? Fokk! Hann fór að hósta vegna áreynslunnar á raddböndin. Áfengismettaður heilinn reyndi í fullkominni örvæntingu að finna upp á einhverju til að segja við þessa morðóðu tík með skammbyssuna en það kom ekkert nothæft fram á tunguna á honum annað en „Fokk“. Hann mundi þá að hún hafði öskrað á hann að fara í lazyboy stólinn og nú reyndi hann að skríða yfir gólfið og að lazy boy stólnum. Það tókst og hann hlammaði sér niður og leit síðan upp til hennar þar sem hún stóð glottandi og miðaði helvítis byssunni ennþá á hann. Sársaukinn í fætinum var að gera útaf við hann en hann reyndi samt að spyrja hana hvað í fokk gengi á? Afhverju hún léti svona?

Þú bara fylltir fokking mælirinn elskan, sagði hún og glotti ennþá breiðar. Núna ætla ég bara að stúta þér aumingjans fokking fávitinn þinn og losa helvítis heiminn við svona djöfuls viðbjóð. Finnst að hóran hún mamma þín hafði ekki vit í heimska hausnum á sér til að fara í fóstureyðingu þegar helvítis trukkararnir hópriðu henni á klósettinu, skal ég fokking taka af henni ómakið! Þér verður stútað í kvöld helvítis óbermið þitt. Hún öskraði síðustu orðin og fann hvernig vald skammbyssunnar smeygði sér út um allan kroppinn. Hún horfði með megnum fyrirlitningasvip á mann garminn í stólnum.

Djöfull skal ég sko fokking stúta þér.

Jac Norðquist


Miðnætti

Það var komið miðnætti og læknateymið var að sauma lokasporið í líkama mótorhjólamannsins. Þetta var búið að vera erfiður tími fyrir teymið þar sem að enginn var viss um að mótorhjólamaðurinn myndi nokkru sinni vakna aftur eða yfirhöfuð, lifa af. Það komu afar dauf merki um heilavirkni og það gaf þeim örlitla von um að erfiðið væri ekki til einskis. Heila og taugaskurðlæknirinn hagræddi höfði mótorhjólamannsins á sérútbúnum stuðningspúðanum og leit svo yfir hópinn. Vel af verki staðið gott fólk. Við skulum rúlla honum fram á bráðadeild og setja vöku yfir hann í nótt. Ef það hætta að koma merki frá monitornum sem sýna heilavirknina, þá er þetta bara spurning um að slökkva á öndunarvélinni, honum verður ekki bjargað nema það sé í það minnsta smá virkni í fremri cortex. Læknarnir kinkuðu kolli og voru sammála. Mótorhjólamanninum var rúllað í sjúkrarúmi inn á bráðadeildina þar sem að hann var tengdur við heilalínurit og veggfasta öndunarvél bráðadeildarinnar. Smámsaman tæmdist hvítmálað herbergið af fólki og mótorhjólamaðurinn lá einn eftir. Hjúkrunarkonan gerði sig klára til að ná í eiginkonu mótorhjólamannsins sem beið frammi á biðstofunni.

 

Eftir að hafa nánast drukkið heila flösku af tequila, sat konan í lazyboy stólnum og var við það að sofna. Helvítis auminginn var ekki ennþá kominn heim og það var komið miðnætti. Andskotans öfugugginn var fokking að fokka einhversstaðar, það var hún viss um. Hún fann reiðina ennþá svella í brjósti sér. Eitt augnablik hugsaði hún um hvað henni gat enst reiðin og var svolítið hissa á því. Hún var alls ekki vön að vera svona stjórnlaus af reiði. Hvað gat orsakað þetta? Hún reisti sig upp í stólnum, hvað í fokk er ég að spá? Gat verið að bílslysið hefði orsakað eitthvað skammhlaup í heilanum á henni? Eða var niðurlægingin þegar helvítis fíflið barði hana og henti henni út á götu svona mikil að hún fór yfirum? Hún stóð upp og fann að tequilað gerði hana reikula á fótum. Hún fann fyrir þungri lögregluskammbyssunni í hendinni og starði hissa á hana, hvað er fokking málið með mig? Heilinn náði ekki að koma með neitt skynsamt svar því að í sömu andrá heyrði hún lykli stungið í skrána. Helvítis auminginn var kominn heim. Það var eins og þessi vottur af skynsemi sem kom sem snöggvast yfir hana, hyrfi eins og dögg fyrir sólu. Hægri hönd hennar krepptist fast um byssuskeftið og hún rétti úr bakinu. Helvítis motherfokkerinn skyldi sko fá að sjá eftir því að hafa komið svona fram við hana. Djöfull skyldi fokking fávitinn fá að kveljast. Hún beið róleg í myrkrinu eftir að fyrrum kærasti hennar gengi inn í húsið. Það læddist fram kalt bros á andlit hennar.

 

Hjúkrunarkonan fylgdi eiginkonunni inn á herbergið þar sem að mótorhjólamaðurinn lá á sjúkrabeði sínu. Hann var í einkennilegri stöðu vegna höfuðáverkanna og lá næstum á hliðinni í rúmi sem hallaðist í átt eina glugganum í herberginu. Það sást varla í höfuð hans vegna umbúða og stuðningspúðans sem verndaði mjúkt hnakkasvæðið. Gráfölt ennið og augun sáust en það var ekki mikið meira en það. Súrefnisgríma var spennt yfir munn og nef og það lágu slöngur og leiðslur um allt. Hann var tengur við tvo monitora ásamt öndunarvél. Hjúkrunarkonan fylgdist með eiginkonunni þar sem hún gekk hægum skrefum yfir að rúmi mótorhjólamannsins. Hún var með krosslagðar hendurnar og augun full af tárum. Það var breitt lak yfir mótorhjólamanninn svo ekki einusinni hendurnar stóðu útundan. Hún varð að koma við manninn sinn fannst henni og leitaði eftir stað þar sem hún gæti snert hann. Snert hann og fullvissað sig um að þetta væri raunverulega hann. Hún strauk létt með fingurgómunum yfir ennið á honum. Elskan mín, sagði hún, elsku ástin mín. Hún fann hvernig fætur hennar misstu máttinn og hún varð að styðja sig við rúmbríkina. Hún fór að hágráta og hugsaði um hversu sterkur henni hafði alltaf fundist maðurinn sinn vera. Hann var í hennar augum kletturinn í sambandinu þeirra. Þegar allt virtist vera að hrynja hjá vinum og vandamönnum, komu allir til mannsins hennar að fá stuðning og góð ráð. Heilu fjölskyldurnar voru oft í nokkurskonar sálfræðimeðferð hjá honum og hann gaf óspart af sér. Of mikið að hennar mati því hann átti svo erfitt með að losa sig við það slæma sem hann saug út úr hinum og setti sólskin í staðinn. Hann tók af sólskininu sínu og setti í staðinn fyrir myrkrið. Nú lá þessi stóri sterki maður og sveif milli heims og helju. Elsku ástin mín. Hún beygði sig yfir mótorhjólamanninn og kyssti á ennið hans. Elsku hjartans ástin mín. Hjúkrunarkonan reyndi ekki einusinni að verjast tárunum. Hún myndi aldrei venjast því að sjá fjölskyldur missa ástvini sína. Aldrei. Enn og aftur hvarflaði að henni að hætta í þessu starfi.  

Jac Norðquist


Dráttarbíll

Lögreglumennirnir kláruðu sígaretturnar og biðu eftir dráttarbílnum. Þeir stóðu hnípnir í ískaldri rigningunni sem ekkert lát var á. Báðir voru orðnir holdvotir svo það var til lítils að bregða sér inn í bílinn, hann myndi bara verða allur í móðu og vibba. Þeir þurftu ekki að bíða lengi eftir dráttarbílnum. Bílstjórinn var ekki lengi að draga mótorhjólið upp úr skurðinum með áfestum krananum og lét það síga varlega niður á pall dráttarbílsins. Hann bakkaði síðan dráttarbílnum að bíl konunnar og krækti í hann og lyfti framhjólunum upp frá jörðinni og dró hann þannig af slysstað. Lögreglumennirnir strengdu borða utan um bíl gamla mannsins til að gefa öðrum vegfarendum til kynna að lögreglan vissi um málið svo fólk væri ekki að hringja inn tilkynningar um bilaðan bíl í kantinum. Dráttarbílstjórinn ætlaði svo að koma síðar um kvöldið eða snemma næsta morgun til að sækja bílinn. Hann renndi í burt og gat ekki annað en brosað með sjálfum sér. Lögreglan hafði gleymt að biðja hann um að sópa upp glerbrotunum. Nú lenti það á þeim.

Lögreglumennirnir veittu því athygli á sömu stundu og brosið laumaðist á andlit dráttarbílstjórans að þeim hafði láðst að biðja hann um að þrífa upp glerbrotin. Sá eldri bölvaði í sand og ösku. Hann var ekki vanur að bölva upphátt svo að sá yngri leit hissa á hann. Svona svona sagði hann, ég næ bara í kústinn, þetta tekur ekki langa stund. Hann gekk til verks með það sama. Sá eldri gat ekki annað en brosað að klaufaskapnum í þeim, fjárans kjánaskapur. Sá yngri sópaði af miklum móð og náði að klára þetta á met tíma. Þeir litu svo yfir vettvanginn og voru sáttir. Það var ekki að sjá að þarna hefði orðið hræðilegt slys og hugsanlega tvö mannslát fyrir örstuttu síðan. Það voru bara tvö lítil gúmmíför eftir dekk mótorhjólsins og engin bremsuför eftir bíl konunnar. Meira að segja blóðið úr mótorhjólamanninum var löngu skolað burt af miskunnarlausri rigningunni. Sá eldri settist inn í lögreglubílinn og slökkti á forgangsljósunum og setti bílinn í gang. Hann skrúfaði upp miðstöðina. Hann leit í spegilinn og þá fyrst tók hann eftir því að konuna vantaði. Hann snéri sér snöggt við og hváði. Sá yngri settist inn í bílinn í sama mund og leit svo aftur í. Bíddu, hvar er konan? Sá eldri yppti öxlum, hef ekki hugmynd, ég varð ekkert var við að hún hefði farið eitt eða neitt. Þeir rýndu báðir út í rigninguna en það var ekkert að sjá. Þeir keyrðu rólega af stað og svipuðust um eftir henni. Hún virtist ekkert í sjokki og alls ekki neitt slösuð svo henni hefur bara leiðst biðin og lagt af stað heim. Erum við ekki með addressuna? Spurði sá yngri. Jú addressan hennar er hér í skýrslunni, hann leit snöggt á klemmubrettið með skýrslunni og fann addressuna. Hún býr í miðborginni svo að ekki hefur hún ætlað sér að ganga rúmlega 15 kílómetra, við skulum svipast eftir henni við strætóstoppistöðvarnar hér neðar við sveitaveginn. Þeir brunuðu af stað. Þeir höfðu auðvitað enga hugmynd um að hún hefði gengið þennan stutta spotta að húsi fyrrum kærasta síns.

Vinkona Eiginkonunnar kom keyrandi inn heimkeyrsluna og það vældi í dekkjunum þegar hún negldi niður. Það mátti engu muna að hún keyrði inn í útidyrahurðina. Hún stökk út úr bílnum og hljóp inn í húsið þar sem hún fann vinkonu sína liggjandi með litlu stúlkuna á leikteppinu inni í stofu. Ég er komin stundi hún upp og hjartað hennar barðist í brjóstinu. Eiginkonan stóð upp frá litlu stúlkunni og þurrkaði sér um tárvot augun. Takk vina, sagði hún. Ég er bara í svo miklu rusli. Mér skildist á hjúkrunarkonunni sem hringdi áðan að maðurinn minn hefði verið keyrður niður á mótorhjólinu sínu á leið heim úr vinnunni og það væri tvísýnt um líf hans. Ég verð að fara niður á spítala og og... rödd hennar brast. Hún hristist öll af niðurbældum ekka. Svona svona, sagði vinkonan, þetta verður allt í lagi ha? Drífðu þig bara niðureftir og ég verð með litlu stúlkuna og þú tekur bara þinn tíma. Maðurinn minn kemur bara hingað á eftir með drengina og við sofum bara hér í nótt eða bara eins lengi og þú þarft á að halda. Drífðu þig bara og hafðu engar áhyggjur af stúlkunni, við bara reddum þessu. Eiginkonan tók utan um vinkonu sína og kreisti hana fast í faðm sér. Takk, þú ert bara dásamleg. Þær horfðust í augu og báðar vissu að þær yrðu vinir fyrir lífstíð. Eiginkonan brá sér í jakka og létta sandala og settist út í bílinn sinn. Hún var ekki nema rúmlega tíu mínútur að keyra niður á spítala. Það var ótrúlega lítil umferð miðað við þennan tíma dags, hvort sem það var rigningunni um að kenna eða einhverju öðru.

   


Símtal

Síminn hringdi í veski eiginkonunnar. Mótorhjólamaðurinn var vanur að segja henni að þetta væri of hommaleg hringing fyrir Nokia símann hennar. Eftir að hafa sagt honum að samkynhneigðir karlmenn væru á vakt allan sólarhringinn við það eitt að semja lög í farsíma, brosti hann og hætti að stríða henni. En hún gleymdi þessum aulabrandara aldrei og í hvert sinn sem síminn hennar hringdi, brosti hún út í annað. Henni dauðleiddist þessi hringing en þrjóskan varð leiðanum yfirsterkari og hún skipti ekki um hringingu. Bros hennar þurrkaðist út í einni andrá þegar hjúkrunarkonan á spítalanum hafði kynnt sig stuttlega og sagt henni að maðurinn hennar hafði lent í alvarlegu slysi. Augu hennar fylltust tárum og hún byrjaði öll að skjálfa. Hún greip fast í borðstofustólinn sem var fyrir framan hana og kreisti fast. Ég verð að vera sterk, hugsaði hún, verð að vera sterk. Hún teygði sig í símann og valdi númerið hjá vinkonu sinni sem bjó í næsta hverfi. Sæl vina, sagði hún andstutt og reyndi að hafa stjórn á röddinni, er séns á því að þú getir komið aðeins hingað yfir? Maðurinn minn lenti í slysi og er víst þungt haldinn.... rödd hennar brast og hún fór að skæla. Vinkona hennar sagðist koma beint yfir og skellti á. Það var eins og litla stelpan á leikteppinu skildi að það væri eitthvað að hjá mömmu sinni, hún setti í brýrnar og hjalaði lágum rómi, það var eins og hún væri að reyna róa mömmu sína. Eiginkonan leit á litlu stelpuna og brosti örlítið gegnum tárin, guð hvað þú ert lík pabba þínum elskan mín. Hún tók stelpuna upp og knúsaði hana. Ilmurinn af stúlkunni róaði hana örlítið. Svona svona, það verður allt í lagi með pabba þinn, hann er vanur að spjara sig hvíslaði hún í eyra barnsins.

 

Djöfuls fokking fáviti ! Hann var ekki heima eftir alltsaman. Konan varð ennþá verri í skapinu og kýldi með hnefanum í hurðina. Hún mundi að hún var með aukalykilinn hans í  veskinu og fiskaði hann upp. ísköld rigningin var búin að framkalla skjálfta í henni og hún gat varla hitt lyklinum í skráargatið vegna þess. Hún komst inn og skellti hurðinni fast á eftir sér. Til öryggis kallaði hún hátt á hann en fékk ekkert svar. Helvítis djöfuls aumingjatitturinn þinn. Mikið fokk hlakkar mig til að þú komir heim. Það bíða þín nokkrar dásamlegar blýkúlur. Hún hlammaði sér í lazyboy stólinn hans og setti skemilinn upp. Hún ætlaði sér að bíða eftir fíflinu og svoleiðis fokking stúta honum þegar hann kæmi heim. Það yrði svo bara fokking aukabónus ef helvítis drulluhóran væri með honum. Vonandi að hún hefði nógu mörg skot til að rústa þeim báðum. Helvítis fokking frábært af þessum heimsku löggum að gleyma byssunni svona fyrir framan hana. Hún brosti kalt og nuddaði hlaupinu á byssunni upp að vörunum á sér. Kalt hlaupið og sterk járnlyktin af byssunni sendi unaðshroll um kroppinn hennar. I´m on fokking fire sagði hún hátt við sjálfa sig. Það var eins og öll heilbrigð skynsemi hefði gufað upp úr líkama hennar, henni var alveg sama. Fokking fávitinn yrði sendur til helvítis þegar hann kæmi heim og eftir það mátti skynsemi og rökhugsun taka öll völd aftur, þangað til skyldi hún njóta augnabliksins. Henni fannst hún í fyrsta skiptið í langan tíma vera raunverulega lifandi. Hún leit í kringum sig í stofunni og sá að vínskápurinn stóð opinn. Hún stóð upp í lazyboy stólnum og gekk að skápnum. Það var ekki eins og hún væri vön að fá sér oft í glas og aldrei á virkum degi. Þetta voru samt óvenjulegar aðstæður hugsaði hún og leitaði eftir einhverju drykkjarhæfu í skápnum. Hún tók flösku af Tequila og settist aftur í lazyboy. Þetta myndi stytta henni stundir þar til aumingjamörðurinn kæmi aftur úr hóruheimsókninni útriðinn og ógeðslegur. Fokk hvað henni hlakkaði til að sjá fokking smettið á honum. Djöfull skyldi hún fokking myrða hann.

Jac Norðquist


Gangan í rigningunni

Konan gekk eftir miðjum veginum, ískaldri rigningunni virtist ekkert linna, hún smeygði höndunum inn undir síðan jakkann og hálf faðmaði sjálfa sig. Kuldahrollur fór um kroppinn hennar og hún beit saman jöxlunum. Hugur hennar tók ekkert eftir umhverfinu heldur einbeitti sér að verkefninu sem hún var búin að koma sér upp. Enginn djöfuls fokking karlmaður skyldi nokkru sinni hafa hana að fífli aftur. Það var kominn tími til að taka málin í sínar hendur. Hún keyrði höfuðið ofan í bringu og gekk hraðar. Það var að færast yfir hana einhver dásamleg ró, ró manneskju sem hefur tekið einræna ákvörðun og trúir á hana. Hún fann fyrir þyngd lögregluskammbyssunnar í veskinu. Hún brosti.

 

Sjúkrabíllinn kom að lokum þar sem að lögreglumennirnir stóðu og reyktu við hlið lögreglubílsins. Þeir fylgust þögulir með þegar sjúkraflutningamennirnir tóku út börurnar og tosuðu þær að líki gamla mannsins. Með samhæfðum hreyfingum tóku þeir líkið og settu það í silki svartan líkpokann og renndu honum upp. Þeir tóku það svo, lögðu varlega á börurnar og spenntu það niður með appelsínugulum ólum. Lögreglumaðurinn ,sá yngri, furðaði sig á því að þeir skyldu ekki reyna hjartastuðtækið eða einhverjar lífgunartilraunir á líkinu. Hann leit spurnar augum á þann eldri sem eins og fyrir einhverja náðargáfu, skildi spurnina í augum þess unga. Sko, sagði hann, ég sagði þeim áðan að augasteinarnir í gamla manninum voru ekki samhæfðir, ég veit ekki hvort þú tókst eftir því en augasteinninn í hægra auganu var að fullu út þaninn meðan sá vinstri var saman dreginn. Það bendir eindregið á alvarlegt heilablóðfall. Þegar þú svo byrjaðir að hjartahnoða hann, þá hefur blóðið spýst út úr gúlpinum sem rifnaði á heilaslagæðinni og endanlega stútað þeim gamla, ef það hefði verið einhver von eftir það, þá var henni eytt með því að rifbeinsbrjóta hann og gegnumgata lungun í aumingjans hræinu. Sá eldri spýtti góðri slummu út úr sér og starði stíft á þann yngri og beið eftir viðbrögðum. Þau létu ekki standa á sér því hann greip um magann, beygði sig í keng og ældi á rennvota götuna. Sá eldri kláraði sígarettuna og fleygði henni í ælupollinn. Komdu, þetta verður allt í lagi. Hann náði í þurrkur inn í lögreglubílinn og rétti þeim yngri. Þurrkaðu þér og klárum þetta leiðinda mál hérna. Hvorugur veitti því athygli að konan sat ekki lengur í aftursæti lögreglubifreiðarinnar. 

Hjúkrunarkonan gekk hröðum skrefum fram á vaktherbergið með glærann plastpokann í annarri hendinni en símtæki í hinni. Hún lagði símtækið frá sér,  opnaði svo pokann og hellti innihaldinu á borðið. Veski, sími og lyklar mótorhjólamannsins ultu úr pokanum og niður á plastklædda borðplötuna. Síminn var brotinn og blautur svo hún snéri  sér að veskinu. Hún opnaði það og fann ökuskírteini mótorhjólamannsins. Þarna starði hann á hana gegnum svarthvíta passamynd, örlítið brosandi og hallaði höfðinu örlítið til vinstri á myndinni. Dáleidd horfði hún í augu hans þar til hönd hennar byrjaði að titra örlítið. Þetta andlit líktist alls ekkert bólgnu og blóðugu andlitinu sem hún hafði séð inni á skurðarborði. Hún hafði einmitt staðið fyrir aftan svæfingarlæknana þegar þeir tóku af honum súrefnisgrímuna úr sjúkrabílnum og tengdu hann við súrefnið á spítalanum. Þetta karlmannalega andlit með broshrukkum kringum augun og dáleiðandi brosið líktist manninum á skurðborðinu alls ekkert. Þá tók hún eftir litla en áberandi örinu við annan augnkrókinn á myndinni. Hún hafði einnig tekið eftir þessu sama öri á mótorhjólamanninum. Þetta var þá sami maðurinn, hún fann fyrir óútskýrðum trega í brjósti sér. Hún snéri sér að tölvunni sem sat á skrifborðinu og fletti upp nafninu hans í símaskránni. Það voru tvö nöfn skráð fyrir símanúmerinu sem kom upp. Nafnið sem stóð í ökuskírteininu fyrir framan hana og svo kvennmannsnafn. Hann var þá giftur. Úff, það yrði ekki auðvelt að hringja í konuna hans og segja henni hvað hefði komið fyrir manninn hennar. Hún tók upp símtólið og valdi númerið.

Það var stutt eftir að húsi fyrrum kærasta hennar og hún herti gönguna. Hann varð að vera heima hugsaði hún. Helvítis fokking fíbblið varð að vera heima. Hún var komin að grænmálaðri hurðinni og starði á hana. Það virtist augnablik eins og það væri heil eilífð síðan hann sló hana og henti henni út í götusteininn. Hún fálmaði eftir þungri skammbyssunni í veskinu og dró hana upp. Hún kunni ekkert með vopn að fara en hafði séð nógu margar krassandi bíómyndir til þess að vita að það væri eitthvert öryggi á öllum skammbyssum. Hún fann lítinn till sem hún dróg til baka og það kom smellur og lítill rauður punktur gaf til kynna að öryggið væri ekki lengur á. Hún miðaði byssunni á miðja hurðina og sparkaði svo fast með hægri fæti í hurðina. Svo beið hún með byssuna á lofti eftir því að helvítis drullumörðurinn kæmi til dyra. Djöfull fokking ætlaði hún að skjóta helvítis tussufésið af honum og svo var hún ákveðin í að pumpa restinni af skotunum í helvítis fokking klofið á fávitanum. Hún var næstum því búin að hleypa af skoti í hurðina því hún lifði sig svo inn í atburðarásina sem fór fram í kollinum á henni. Helvítis fokkin auminginn að drulla sér ekki til dyra.

Hún sparkaði aftur í hurðina.

Jac Norðquist

  

 


Aðgerð

Læknateymið vann sleitulaust að því að bjarga lífi mótorhjólamannsins. Hann sveif milli heims og helju og monitorinn skráði samviskusamlega baráttu hans við dauðann. Hjartað hætti tvisvar að slá meðan á aðgerðinni stóð en læknarnir komu því aftur í gang með skammti af rafbylgjum sem þeir sendu gegnum bringu mótorhjólamannsins. Eftir að hafa skorið, neglt, saumað og plástrað. Leit Heila og Taugaskurðlæknirinn að lokum upp og fékk þurrkað svitann af enninu. Jæja, þá er höfuðkúpan að aftanverðu komin í ágætt horf, sagði hann við samstarfsfólk sitt. Það er plast spöng hér, sagði hann og benti hinum læknunum á sem höfðu ekki séð hvað hann var að gera meðan þeir voru að tjasla saman fótleggnum, hún styður við hnakkann meðan bólgan þverr og síðar, þegar og ef hann jafnar sig, munum við setja títaníumplötu í hnakkann á honum. Heilinn sjálfur skaðaðist hér við hálsræturnar en það virðast ekki neinar skemmdir á mænunni svo hann ætti ekki að vera lamaður. Hinsvegar hef ég áhyggjur af því að ég fæ ekki nógu skýr taugaboð á monitorinn. Það mælist enginn REM virkni og það bendir til þess að hann sé í dá ástandi eða Coma eins og sagt er. Það er þó ekkert víst með það því að dá ástand varir oft eftir alvarlega höfuðáverka i allt að sólarhring án þess að það hafi neina framhaldsvirkni. Læknarnir ákváðu að halda mótorhjólamanninum sofandi í sjö daga og eftir það ætluðu þeir að vekja hann úr djúpsvefninum en ekki nema rétt svo til þess að skoða heilalínuritið og breytingar á því.

 

Konan kyngdi munnvatninu og stressið jókst töluvert hjá henni. Ekki það að adrenalíníð væri ekki skrúfað í botn fyrir en að stela skammbyssu frá lögreglumanni meðan hún beið inni í lögreglubílnum, var eitthvað svo súrrealískt fyrir henni. Hún steig út úr lögreglubílnum og fann ískalda rigninguna leka niður hárið og ofan í hálsmálið. Henni var alveg sama, tók varla eftir því. Kroppurinn á henni var of fullur af adrenalíni til þess. Hún horfði á lögreglumennina, annar lá á hnjánum í götunni og hnoðaði brjóstkassann á einhverjum gömlum durgi meðan hinn stóð hjá og reykti sígarettu. Fokk, hún þreifaði ósjálfrátt eftir sígarettunum sínum, fann þær og dró upp eina. Hún gekk af stað meðan hún kveikti sér í rettunni og tók stefnuna inn götuna sem hún hafði keyrt blinduð af tárum fyrir heilli eilífð síðan. Fljótlega hvarf hún inn í rigningasuddann, ískaldan fokking rigningarsuddann.

Lögreglumaðurinn leit sem snöggvast upp frá hjartahnoðinu, honum fannst hann sjá hreifingu við lögreglubílinn. Hann var að fara að píra augun í átt að bílnum þegar djúp hrygla kom úr barka gamla mannsins. Þú ert að ýta of fast, sagði eldri lögregluþjónninn, þú gætir verið búinn að rifbeinsbrjóta hann, svona ég skal aðeins taka við. Hann lagðist á hnén við hlið yngri lögreglumannsins og ýttu svo á bringu þess gamla. Hann fann strax að rifjakassinn var brotinn þegar hann ýtti með þunga á bringuna. Froðukennt blóð kom út í munnvik gamla mannsins. Lögreglumennirnir horfðust í augu. Það var greinilegt að það hafði brotnað rifbein og stungist í lunga gamla mannsins. Eldri lögreglumaðurinn þreifaði eftir púls gamla mannsins en fann engan. Þeir stóðu báðir upp og sá eldri gekk að farangursrými lögreglubílsins og dró fram teppi sem hann svo breiddi yfir líkið á götunni. Það yrði gott að fá sér smá koníak og kaffi þegar vaktinni lyki. Honum var farið að hlakka til. Ekki grunaði honum að deginum væri langt í frá lokið.

Jac Norðquist

 


Bráðadeild

Lögreglumennirnir biðu eftir dráttarbílnum svo hægt væri að hreinsa gatnamótin. Bíll konunnar var í óökuhæfu ástandi þar sem að gat hafði komið á vatnskassa bílsins. Auk þess lágu plasthlutir úr mótorhjólinu ásamt glerbrotum um alla götuna. Þeir ætluðu ekki að fara út í þessa skítarigningu til að hreinsa upp heldur skyldi dráttarbílstjórinn fá heiðurinn af því. Annar lögreglumaðurinn var nú farinn að finna fyrir nikótínskorti, sérstaklega eftir að konan kom aftur inn í bílinn angandi eins og Marlboro verksmiðja. Hann sagði við félaga sinn að hann ætlaði út að mæla afstöðuna á vettvangi og steig út úr bílnum. Í farangursrýminu náði hann í metramæli og kveikti sér svo í sígarettu undir skottlokinu. Hann gekk hægt af stað og dróg axlirnar upp undir eyru og hristi sig. Mikið fjári var kalt í þessari rigningu.

Hann setti metramælirinn niður við miðjuna á bíl konunnar og mældi vegalengdina að flaki mótorhjólsins sem lá í kantinum. Hripaði töluna niður á blað og passaði upp á að það blotnaði ekki. Hann leit svo í kringum sig og sá þá bíl gamla mannsins. Hann fór að velta fyrir sér hvort staða bílsins hefðu haft áhrif á mótorhjólamanninn og þess vegna hefði hann ekki náð að víkja fyrir konunni. Rólega gekk hann í átt að bílnum og reyndi að meta aðstæður á leiðinni. Nei varla, bíllinn var of langt út í kantinum til þess að trufla mótorhjólamanninn. Hann gekk nær og þá sá hann gegnum rigninguna sem lak niður rúður bílsins, að það sat einhver undir stýri. Hann tók á rás og reif upp hurðina á bílnum.

Læknateymið vann hratt og fumlaust við að koma mótorhjólamanninum inn á skurðdeildina. Þeir tóku hann ofurvarlega af sjúkrabörunum og smeigðu honum yfir á skurðaborðið sem var tilbúið og upplýst. Heila og taugaskurðlæknirinn fjarlægði varlega stífurnar sem héldu hálsi mannsins í skorðari stöðu. Saman snéru læknarnir manninum á hægri hliðina og skorðuðu höfuð og háls svo að það var hægt að huga að mölbrotnum hnakkanum. Eftir að það var búið að klippa utan af honum mótorhjólagallann og stabilisera hann á skuraðarborðinu, færðu þeir færanlega segulómtækið yfir líkama hans og byrjuðu að óma höfuðið og restina af kroppnum. Það kom í ljós að vinstri handleggur var brotinn á fjórum stöðum, mjaðmagrindin brotin efst við vinstri (illium) kragann, vinstri lærleggur var brotinn á tveimur stöðum og að lokum var vinstri leggur í sundur við hné og hékk þar laflaus á sinum og skinni einu saman. Þar hafði bíllinn lent beint á leggnum og kramið hann nánast í sundur. Hnakkinn hafði svo farið í klessu við höggið þegar hann féll í götuna eftir áreksturinn. Heila og taugaskurðlæknirinn leit á hópinn sinn og sagði "Allir tilbúnir?" og svo hófst hann handa við að bjarga lífi mótorhjólamannsins.

Halló! Halló! Lögreglumaðurinn hristi öxl gamla mannsins, er allt í lagi hjá þér? Bláminn á eyrum mannsins og svört tungan sem lafði úr öðru munnvikinu sannfærði lögreglumanninn um að þetta var eitthvað annað en ölvaður gamall maður. Hann losaði öryggisbeltið af manninum og dró hann út úr bílnum og lagði hann á vott malbikið, hann fór úr embættis-regnjakkanum og setti hann undir höfuð gamla mannsins og þreifaði svo eftir einhverjum merkjum um líf í gamla kroppnum. Þegar hann fann engin merki um líf, kallaði hann eftir sjúkrabíl í talstöðina og hófst handa við endurlífgun. Hann potaði tungunni aftur upp í munn gamla mannsins, dró upp andlitsmaska og brá yfir munn hans og nef. Svo byrjaði hann að blása og hjartahnoða. Hinn lögreglumaðurinn var kominn og stóð yfir þeim. Rigningin virtist ekkert í rénun.

Hvað í helvítis fokkin djöfulsins fokki er nú í gangi? Hugsaði konan með sér þegar lögreglumaðurinn rauk skyndilega út úr bílnum og skellti á eftir sér hurðinni. Hún hafði verið niðursokkin í hugsanir sínar og tók ekki eftir tilkynningu hins lögreglumannsins í talstöðinni. Hún var orðin fjúkandi reið á þessu "veseni" eins og hún upplifði þetta súrrealíska ástand. Gat enginn skilið að henni gæti liðið illa? Hugur hennar hvarflaði að kærasta... fyrrum kærasta leiðrétti hún í huganum og henni langaði að hringja í hann. Henni langaði að gráta í faðmi hans og finna sterkar hendurnar umlykja sig og heyra hann hvísla í hárið á henni, þetta verður allt í lagi elskan, svona svona, þetta verður allt í lagi. Reiðin blossaði upp í henni aftur og hún bölvaði upphátt. Helvítis fokking djöfuls hóruunginn, djöfull hata ég þig helvíti mikið helvítis motherfokkerinn þinn. Hún kreppti hnefana eins fast og hún gat. Það var eins og hún ætlaði sér að kyrkja allar fallegar minningar sem hún átti um þennan fyrrum kærasta sinn. Helvítis fokking auminginn að gera henni þetta, það var fokking honum að kenna að hún keyrði niður einhvern óheppin mótorhjólamann. Ég skal fokking drepa þig helvítis aumingja tippatogarinn þinn, ég skal sko fokkin stúta þér. Hún horfði upp í loftið á lögreglubílnum og tárin láku niður kinnarnar. Það færðist einhver ró yfir hana. Hún vissi hvað hún þurfti að gera. Svona fokking aumingjar áttu ekki skilið að fá að ganga á jörðinni. Í smelluhulstri milli sætanna á lögreglugílnum lá þjónustuskammbyssa annars lögreglumannins. Hún seildist eftir henni og laumaði henni í veskið sitt.

Jac Norðquist

 


Rigning

Köld rigningin féll lóðrétt niður á malbikið. Í fjarlægð heyrðist í umferðinni á hraðbrautinni þar sem að fólk var á leið heim eftir vinnudaginn. Trukkar í bland við fólksbíla drunuðu í sitthvora áttina og sumum lá meira á en öðrum. Það var engin asi á litla sveitaveginum við krossgötugatnamótin, þar sem að lögreglan var að hreinsa upp glerbrot eftir alvarlegt mótorhjólaslysið. Konan sat aftur í lögreglubílnum og var að gefa skýrslu. Titrandi bað hún lögregluþjóninn um að fá að stíga aðeins út úr bílnum og fá sér sígarettu til að róa taugarnar. Lögreglumaðurinn dró fram litla samanbrotna regnhlíf og rétti konunni aftur í, gerðu svo vel, það er hellirigning ennþá. Hún tók við regnhlífinni og steig út úr bílnum. Það var svolítið basl að halda á regnhlífinni meðan hún kveikti í rettunni en það hafðist og hún dró ofan í sig dásamlegan reykinn og passaði sig á að fylla vel út í lungun og hélt svo aðeins niðri í sér andanum til þess að nýta hvert einasta milligramm af sætum reyknum.

Tvær sígarettur gufuðu upp á ótrúlega skömmum tíma og hún gerði sig klára að setjast inn í bílinn. Hún leit snöggt í kringum sig og rak þá augun í bíl gamla mannsins í vegkantinum þar skammt frá. Eitt augnablik fannst henni hún sjá móta fyrir mannveru sem hékk fram á stýri bílsins en hundsaði það og settist inn í lögreglubílinn.

Sjúkrabíllinn keyrði hratt en samt ekki á útopnu, inn í borgina. Bílstjórinn hægði vel á sér á öllum umferðarljósum og gætti fyllsta öryggis þegar hann fór yfir á rauðu. Það var engin ástæða til þess að vera á "yfir-forgangi" því að eins og þeir voru búnir að sjá, átti þessi aumingjans mótorhjólamaður engan séns á að sleppa lifandi úr þessar raun. Hann leit snöggt aftur í bílinn og sá gráfölt andlit mannsins bak við súrefnisgrímuna. Blessaður kallinn, það yrði ömurlegt fyrir fjölskylduna hans að fá fréttirnar. Bílstjórinn hristi höfuðið og það setti að honum hroll, aldrei gat hann vanist því að keyra með dauðadæmt fólk. Hann fór að íhuga önnur störf, þetta var farið að fara í taugarnar á honum, öll þessi mannlega eymd og sársauki. Hann kom að spítalanum og setti sjúkrabílinn í bakkgír og bakkaði inn að skýlinu þar sem að læknateymið beið eftir mótorhjólamanninum.

Henni langaði strax í aðra sígarettu en þorði ekki að biðja lögregluna aftur um leyfi. Þeir héldu áfram að yfirheyra hana og voru duglegir að pumpa út úr henni upplýsingar sem henni fannst ekki koma því neitt við að hún hafði keyrt á mótorhjólamanninn. Jú, hún hafði verið að rífast við kærastann sinn, hvað kom það þeim við svosem? Hún svaraði þeim eftir drykklangar þagnir og með semingi. Henni leið ekki vel og skildi ekki afhverju hún mátti ekki bara fara heim eða í það minnsta upp á spítala til að athuga hvort það væri ekki alveg í lagi með hana sjálfa. Fokk, djöfuls fokking fokk sagði hún upphátt til þess að setja punktinn yfir hugsanir sínar. Lögreglumennirnir tveir snéru sér forviða að henni og sögðu báðir í einu "Ha"? Hvað ertu að segja? Hún eldroðnaði þegar hún áttaði sig á hvað hafði hrotið af vörum hennar og afsakaði sig með að hún væri að líða útaf vegna álags. Er ekki bara hægt að ljúka þessu svo ég geti farið upp á spítala, mér líður bara ekki vel, þú skilur!?

Rigningin færðist enn í aukana 

Jac Norðquist

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband