Myrkur

Hjúkrunarkonan gekk inn á vaktherbergið. Það var alveg merkilegt hvað tíminn gat liðið hægt á þessum næturvöktum. Hún geispaði lágt og hellti sér kaffi í bollan sem stóð á borðinu. Hún hafði ekki fyrir því að hella gamla kalda kaffinu úr honum heldur bara bætti á. Henni fannst kaffi hvort sem er ekkert gott en hún varð bara að fá koffeinið. Hún settist niður við skrifborðið og beið eftir því að hinar hjúkkurnar kæmu inn eftir gangaröltið. Hún var ennþá sár og reið þeim fyrir tillitsleysið gagnvart mótorhjólamanninum og lofaði sér því að tala um þetta á næsta starfsmannafundi. Hún vissi það svosem fyrirfram að hún myndi ekki segja múkk frekar en fyrri daginn. Það var bara ekki í eðli hennar að standa upp í hárinu á einum eða neinum, hvað þá heilli næturvakt af tilfinningalega dauðu fólki. Hún sötraði kaffið, oj hvað þetta ætlaði aldrei að venjast. Á skrifborðinu við tölvuna lá ennþá öskuskírteini mótorhjólamannsins. Hún rúllaði skrifborðsstólnum yfir að tölvunni og tók upp skírteinið. Myndin horfði á hana. Augu hans horfðu djúpt í augun hennar. Hún strauk varlega með þumalfingri yfir myndina, svona svona, sagði hún blíðlega, þetta verður allt í lagi vinur. Þetta verður allt í lagi. Tár streymdu fram í augu hennar og hún saug varlega upp í nefið. Hún fann hvernig sér hlýnaði í maganum og hjartað sló örlítið örar. Augu hans horfðu dáleiðandi á hana. Hún skoðaði broshrukkurnar kringum augu hans og brosvipruna sem teygði á öðru munnvikinu. Stutt dökkt hárið lá í örlitlum spíss fram á ennið. Það var eitthvað svo dásamlega karlmannalegt við þetta andlit sem heillaði hana svo innilega. Hún var alls ekki vön að falla fljótt fyrir karlmönnum og það að falla fyrir giftum mönnum var bara alls ekki hennar brauð. Hún leit flóttalega í kringum sig og stakk ökuskírteininu í vasann á sloppnum sínum. Hvað var hún að spá? Roði færðist yfir andlit hennar. Hún var bullandi ástfanginn.

Hún þrýsti af öllu afli á gikkinn en ekkert gerðist. Helvítis, stundi hún upp. Hvað í fokk er að þessari byssu? Hún reyndi aftur en ekkert gerðist. Hún skellti byssunni í reiði sinni á borðið og grúfði andlitið í höndum sér. Það fór um hana ákafur ekki svo hún hristist öll og skalf. Nei, hugaði hún, ég get þetta ekki, ég bara get þetta ekki. Hún stóð upp og fór að eldhúsvaskinum, skrúfaði frá kalda vatninu og skvetti framan í sig ísköldu vatninu. Hún hresstist aðeins við þetta og leit í kringum sig eftir viskastykkinu sem vanalega hékk á skúffuhandfanginu við eldavélina. Það var þar ennþá svo hún tók það og þerraði sig vandlega í framan. Hvað skal nú gera hugsaði hún og fann að hugsun hennar var að verða skýrari. Sterkt Tequilað var byrjað að renna af henni og hún fann að ró var að færast yfir kvalinn huga hennar. Hún leit í átt að stofuhurðinni en ákvað að fara ekki þar inn aftur og sjá viðbjóðslegt líkið af aumingjanum. Hún strammaði sig af og gekk í gegnum þvottahúsið og út bakdyramegin. Hún hafði tekið aukalyklana af bílnum hans sem héngu í tauskápnum í þvottahúsinu og opnaði nú bílinn með fjarstýringunni. Tvisvar blikkuðu stefnuljósin og bíllinn opnaðist. Hún settist inn og setti bílinn í gang. Hún var að stilla baksýnisspegilinn þegar hún sem snöggvast leit í hann og sá ömurlega útlýtandi andlitið á sér. "Almáttugur góður Guð" stundi hún upp, ég er eins og einhver fokking hóra? Hún þreifaði eftir veskinu sínu en fann það ekki á sínum vanalega stað í farþegasætinu. Hún leitaði eftir því á gólfinu en það hafði ekki heldur runnið þar niður. Hvar var fokking veskið? Hún fékk nett sjokk þegar hún fattaði að það lá sennilega undir helvítis líkinu í lazyboy stólnum. Helvítis fokking djöfuls fokk! Hún steig út úr bílnum og fór inn í myrkvað húsið. Nú fann hún greinilega lyktina af brunnu púðrinu og ramma blóðlyktina. Mikið gat blóð lyktað illa hugsaði hún þegar hún þreifaði eftir slökkvaranum á veggnum. Hún kveikti ljósið og gekk inn eldhúsið og inn í stofuna. Skyndilega fann hún hárin rísa á höfði sínu og tilfinning um að hún væri ekki ein í húsinu helltist yfir hana. Varlega teygði hún höndina inn í myrkrið í stofunni og ætlaði að kveikja ljósið þar líka.

Jac Norðquist

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bói, þetta er alveg magnaður lestur og frábær saga. Ég hef ekki haft tíma eða nennt að byrja lesa hana, en ákvað að byrja í kvöld á byrjunni og ég hætti ekki fyrr en ég var búinn að lesa allt... Þú verður að halda þessu áfram :)

Sæmi frændi (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 21:52

2 identicon

Loksins kom ný færsla fyrir mig :o) þetta er bara æði hjá þér! Go Bói Go Bói! hehe... :D

Elva Baldursdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 23:52

3 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Vá alltaf batnar það bara allt of stutt vonandi geturðu eitthvað skrifað í hitanum þarna sem þú ert,ekki láta okkur bíða lengi plese

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 2.7.2009 kl. 23:33

4 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Spennandi saga....verst hvað maður þarf að bíða lengi. En endilega haltu áfram.....það er alveg þess virði að bíða.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 4.7.2009 kl. 10:10

5 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Hæ, ég hafði ekki litið hér inn á bloggið svo lengi að ég missti af þessari færslu en ég var búin að athuga oft hvort það væri komið framhald. Svo ég las færsluna sem kemur á eftir þessari á undan... en það kom ekki að sök.

Þú ert frábær.

Marta Gunnarsdóttir, 6.7.2009 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband