Aðgerð

Læknateymið vann sleitulaust að því að bjarga lífi mótorhjólamannsins. Hann sveif milli heims og helju og monitorinn skráði samviskusamlega baráttu hans við dauðann. Hjartað hætti tvisvar að slá meðan á aðgerðinni stóð en læknarnir komu því aftur í gang með skammti af rafbylgjum sem þeir sendu gegnum bringu mótorhjólamannsins. Eftir að hafa skorið, neglt, saumað og plástrað. Leit Heila og Taugaskurðlæknirinn að lokum upp og fékk þurrkað svitann af enninu. Jæja, þá er höfuðkúpan að aftanverðu komin í ágætt horf, sagði hann við samstarfsfólk sitt. Það er plast spöng hér, sagði hann og benti hinum læknunum á sem höfðu ekki séð hvað hann var að gera meðan þeir voru að tjasla saman fótleggnum, hún styður við hnakkann meðan bólgan þverr og síðar, þegar og ef hann jafnar sig, munum við setja títaníumplötu í hnakkann á honum. Heilinn sjálfur skaðaðist hér við hálsræturnar en það virðast ekki neinar skemmdir á mænunni svo hann ætti ekki að vera lamaður. Hinsvegar hef ég áhyggjur af því að ég fæ ekki nógu skýr taugaboð á monitorinn. Það mælist enginn REM virkni og það bendir til þess að hann sé í dá ástandi eða Coma eins og sagt er. Það er þó ekkert víst með það því að dá ástand varir oft eftir alvarlega höfuðáverka i allt að sólarhring án þess að það hafi neina framhaldsvirkni. Læknarnir ákváðu að halda mótorhjólamanninum sofandi í sjö daga og eftir það ætluðu þeir að vekja hann úr djúpsvefninum en ekki nema rétt svo til þess að skoða heilalínuritið og breytingar á því.

 

Konan kyngdi munnvatninu og stressið jókst töluvert hjá henni. Ekki það að adrenalíníð væri ekki skrúfað í botn fyrir en að stela skammbyssu frá lögreglumanni meðan hún beið inni í lögreglubílnum, var eitthvað svo súrrealískt fyrir henni. Hún steig út úr lögreglubílnum og fann ískalda rigninguna leka niður hárið og ofan í hálsmálið. Henni var alveg sama, tók varla eftir því. Kroppurinn á henni var of fullur af adrenalíni til þess. Hún horfði á lögreglumennina, annar lá á hnjánum í götunni og hnoðaði brjóstkassann á einhverjum gömlum durgi meðan hinn stóð hjá og reykti sígarettu. Fokk, hún þreifaði ósjálfrátt eftir sígarettunum sínum, fann þær og dró upp eina. Hún gekk af stað meðan hún kveikti sér í rettunni og tók stefnuna inn götuna sem hún hafði keyrt blinduð af tárum fyrir heilli eilífð síðan. Fljótlega hvarf hún inn í rigningasuddann, ískaldan fokking rigningarsuddann.

Lögreglumaðurinn leit sem snöggvast upp frá hjartahnoðinu, honum fannst hann sjá hreifingu við lögreglubílinn. Hann var að fara að píra augun í átt að bílnum þegar djúp hrygla kom úr barka gamla mannsins. Þú ert að ýta of fast, sagði eldri lögregluþjónninn, þú gætir verið búinn að rifbeinsbrjóta hann, svona ég skal aðeins taka við. Hann lagðist á hnén við hlið yngri lögreglumannsins og ýttu svo á bringu þess gamla. Hann fann strax að rifjakassinn var brotinn þegar hann ýtti með þunga á bringuna. Froðukennt blóð kom út í munnvik gamla mannsins. Lögreglumennirnir horfðust í augu. Það var greinilegt að það hafði brotnað rifbein og stungist í lunga gamla mannsins. Eldri lögreglumaðurinn þreifaði eftir púls gamla mannsins en fann engan. Þeir stóðu báðir upp og sá eldri gekk að farangursrými lögreglubílsins og dró fram teppi sem hann svo breiddi yfir líkið á götunni. Það yrði gott að fá sér smá koníak og kaffi þegar vaktinni lyki. Honum var farið að hlakka til. Ekki grunaði honum að deginum væri langt í frá lokið.

Jac Norðquist

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Flott áfram svona

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 6.4.2009 kl. 23:47

2 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Noh, þarf ég svo að bíða lengur??..... vonandi ekki of lengi.

Marta Gunnarsdóttir, 7.4.2009 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband