Bráðadeild

Lögreglumennirnir biðu eftir dráttarbílnum svo hægt væri að hreinsa gatnamótin. Bíll konunnar var í óökuhæfu ástandi þar sem að gat hafði komið á vatnskassa bílsins. Auk þess lágu plasthlutir úr mótorhjólinu ásamt glerbrotum um alla götuna. Þeir ætluðu ekki að fara út í þessa skítarigningu til að hreinsa upp heldur skyldi dráttarbílstjórinn fá heiðurinn af því. Annar lögreglumaðurinn var nú farinn að finna fyrir nikótínskorti, sérstaklega eftir að konan kom aftur inn í bílinn angandi eins og Marlboro verksmiðja. Hann sagði við félaga sinn að hann ætlaði út að mæla afstöðuna á vettvangi og steig út úr bílnum. Í farangursrýminu náði hann í metramæli og kveikti sér svo í sígarettu undir skottlokinu. Hann gekk hægt af stað og dróg axlirnar upp undir eyru og hristi sig. Mikið fjári var kalt í þessari rigningu.

Hann setti metramælirinn niður við miðjuna á bíl konunnar og mældi vegalengdina að flaki mótorhjólsins sem lá í kantinum. Hripaði töluna niður á blað og passaði upp á að það blotnaði ekki. Hann leit svo í kringum sig og sá þá bíl gamla mannsins. Hann fór að velta fyrir sér hvort staða bílsins hefðu haft áhrif á mótorhjólamanninn og þess vegna hefði hann ekki náð að víkja fyrir konunni. Rólega gekk hann í átt að bílnum og reyndi að meta aðstæður á leiðinni. Nei varla, bíllinn var of langt út í kantinum til þess að trufla mótorhjólamanninn. Hann gekk nær og þá sá hann gegnum rigninguna sem lak niður rúður bílsins, að það sat einhver undir stýri. Hann tók á rás og reif upp hurðina á bílnum.

Læknateymið vann hratt og fumlaust við að koma mótorhjólamanninum inn á skurðdeildina. Þeir tóku hann ofurvarlega af sjúkrabörunum og smeigðu honum yfir á skurðaborðið sem var tilbúið og upplýst. Heila og taugaskurðlæknirinn fjarlægði varlega stífurnar sem héldu hálsi mannsins í skorðari stöðu. Saman snéru læknarnir manninum á hægri hliðina og skorðuðu höfuð og háls svo að það var hægt að huga að mölbrotnum hnakkanum. Eftir að það var búið að klippa utan af honum mótorhjólagallann og stabilisera hann á skuraðarborðinu, færðu þeir færanlega segulómtækið yfir líkama hans og byrjuðu að óma höfuðið og restina af kroppnum. Það kom í ljós að vinstri handleggur var brotinn á fjórum stöðum, mjaðmagrindin brotin efst við vinstri (illium) kragann, vinstri lærleggur var brotinn á tveimur stöðum og að lokum var vinstri leggur í sundur við hné og hékk þar laflaus á sinum og skinni einu saman. Þar hafði bíllinn lent beint á leggnum og kramið hann nánast í sundur. Hnakkinn hafði svo farið í klessu við höggið þegar hann féll í götuna eftir áreksturinn. Heila og taugaskurðlæknirinn leit á hópinn sinn og sagði "Allir tilbúnir?" og svo hófst hann handa við að bjarga lífi mótorhjólamannsins.

Halló! Halló! Lögreglumaðurinn hristi öxl gamla mannsins, er allt í lagi hjá þér? Bláminn á eyrum mannsins og svört tungan sem lafði úr öðru munnvikinu sannfærði lögreglumanninn um að þetta var eitthvað annað en ölvaður gamall maður. Hann losaði öryggisbeltið af manninum og dró hann út úr bílnum og lagði hann á vott malbikið, hann fór úr embættis-regnjakkanum og setti hann undir höfuð gamla mannsins og þreifaði svo eftir einhverjum merkjum um líf í gamla kroppnum. Þegar hann fann engin merki um líf, kallaði hann eftir sjúkrabíl í talstöðina og hófst handa við endurlífgun. Hann potaði tungunni aftur upp í munn gamla mannsins, dró upp andlitsmaska og brá yfir munn hans og nef. Svo byrjaði hann að blása og hjartahnoða. Hinn lögreglumaðurinn var kominn og stóð yfir þeim. Rigningin virtist ekkert í rénun.

Hvað í helvítis fokkin djöfulsins fokki er nú í gangi? Hugsaði konan með sér þegar lögreglumaðurinn rauk skyndilega út úr bílnum og skellti á eftir sér hurðinni. Hún hafði verið niðursokkin í hugsanir sínar og tók ekki eftir tilkynningu hins lögreglumannsins í talstöðinni. Hún var orðin fjúkandi reið á þessu "veseni" eins og hún upplifði þetta súrrealíska ástand. Gat enginn skilið að henni gæti liðið illa? Hugur hennar hvarflaði að kærasta... fyrrum kærasta leiðrétti hún í huganum og henni langaði að hringja í hann. Henni langaði að gráta í faðmi hans og finna sterkar hendurnar umlykja sig og heyra hann hvísla í hárið á henni, þetta verður allt í lagi elskan, svona svona, þetta verður allt í lagi. Reiðin blossaði upp í henni aftur og hún bölvaði upphátt. Helvítis fokking djöfuls hóruunginn, djöfull hata ég þig helvíti mikið helvítis motherfokkerinn þinn. Hún kreppti hnefana eins fast og hún gat. Það var eins og hún ætlaði sér að kyrkja allar fallegar minningar sem hún átti um þennan fyrrum kærasta sinn. Helvítis fokking auminginn að gera henni þetta, það var fokking honum að kenna að hún keyrði niður einhvern óheppin mótorhjólamann. Ég skal fokking drepa þig helvítis aumingja tippatogarinn þinn, ég skal sko fokkin stúta þér. Hún horfði upp í loftið á lögreglubílnum og tárin láku niður kinnarnar. Það færðist einhver ró yfir hana. Hún vissi hvað hún þurfti að gera. Svona fokking aumingjar áttu ekki skilið að fá að ganga á jörðinni. Í smelluhulstri milli sætanna á lögreglugílnum lá þjónustuskammbyssa annars lögreglumannins. Hún seildist eftir henni og laumaði henni í veskið sitt.

Jac Norðquist

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Bíð spennt eftir næstu færslu

Dísa Dóra, 28.3.2009 kl. 12:55

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Frábært

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.3.2009 kl. 06:40

3 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Þetta er bara frábært vinur endilega haltu áfram og þessi tenging er líka komin á vinasíðuna mína

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 30.3.2009 kl. 18:28

4 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Frábært, ég bíð spennt eftir framhaldinu.

Marta Gunnarsdóttir, 30.3.2009 kl. 18:46

5 identicon

Obbobbobb.... spennó ...

Jófó (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband