Símtal
15.4.2009 | 20:53
Síminn hringdi í veski eiginkonunnar. Mótorhjólamaðurinn var vanur að segja henni að þetta væri of hommaleg hringing fyrir Nokia símann hennar. Eftir að hafa sagt honum að samkynhneigðir karlmenn væru á vakt allan sólarhringinn við það eitt að semja lög í farsíma, brosti hann og hætti að stríða henni. En hún gleymdi þessum aulabrandara aldrei og í hvert sinn sem síminn hennar hringdi, brosti hún út í annað. Henni dauðleiddist þessi hringing en þrjóskan varð leiðanum yfirsterkari og hún skipti ekki um hringingu. Bros hennar þurrkaðist út í einni andrá þegar hjúkrunarkonan á spítalanum hafði kynnt sig stuttlega og sagt henni að maðurinn hennar hafði lent í alvarlegu slysi. Augu hennar fylltust tárum og hún byrjaði öll að skjálfa. Hún greip fast í borðstofustólinn sem var fyrir framan hana og kreisti fast. Ég verð að vera sterk, hugsaði hún, verð að vera sterk. Hún teygði sig í símann og valdi númerið hjá vinkonu sinni sem bjó í næsta hverfi. Sæl vina, sagði hún andstutt og reyndi að hafa stjórn á röddinni, er séns á því að þú getir komið aðeins hingað yfir? Maðurinn minn lenti í slysi og er víst þungt haldinn.... rödd hennar brast og hún fór að skæla. Vinkona hennar sagðist koma beint yfir og skellti á. Það var eins og litla stelpan á leikteppinu skildi að það væri eitthvað að hjá mömmu sinni, hún setti í brýrnar og hjalaði lágum rómi, það var eins og hún væri að reyna róa mömmu sína. Eiginkonan leit á litlu stelpuna og brosti örlítið gegnum tárin, guð hvað þú ert lík pabba þínum elskan mín. Hún tók stelpuna upp og knúsaði hana. Ilmurinn af stúlkunni róaði hana örlítið. Svona svona, það verður allt í lagi með pabba þinn, hann er vanur að spjara sig hvíslaði hún í eyra barnsins.
Djöfuls fokking fáviti ! Hann var ekki heima eftir alltsaman. Konan varð ennþá verri í skapinu og kýldi með hnefanum í hurðina. Hún mundi að hún var með aukalykilinn hans í veskinu og fiskaði hann upp. ísköld rigningin var búin að framkalla skjálfta í henni og hún gat varla hitt lyklinum í skráargatið vegna þess. Hún komst inn og skellti hurðinni fast á eftir sér. Til öryggis kallaði hún hátt á hann en fékk ekkert svar. Helvítis djöfuls aumingjatitturinn þinn. Mikið fokk hlakkar mig til að þú komir heim. Það bíða þín nokkrar dásamlegar blýkúlur. Hún hlammaði sér í lazyboy stólinn hans og setti skemilinn upp. Hún ætlaði sér að bíða eftir fíflinu og svoleiðis fokking stúta honum þegar hann kæmi heim. Það yrði svo bara fokking aukabónus ef helvítis drulluhóran væri með honum. Vonandi að hún hefði nógu mörg skot til að rústa þeim báðum. Helvítis fokking frábært af þessum heimsku löggum að gleyma byssunni svona fyrir framan hana. Hún brosti kalt og nuddaði hlaupinu á byssunni upp að vörunum á sér. Kalt hlaupið og sterk járnlyktin af byssunni sendi unaðshroll um kroppinn hennar. I´m on fokking fire sagði hún hátt við sjálfa sig. Það var eins og öll heilbrigð skynsemi hefði gufað upp úr líkama hennar, henni var alveg sama. Fokking fávitinn yrði sendur til helvítis þegar hann kæmi heim og eftir það mátti skynsemi og rökhugsun taka öll völd aftur, þangað til skyldi hún njóta augnabliksins. Henni fannst hún í fyrsta skiptið í langan tíma vera raunverulega lifandi. Hún leit í kringum sig í stofunni og sá að vínskápurinn stóð opinn. Hún stóð upp í lazyboy stólnum og gekk að skápnum. Það var ekki eins og hún væri vön að fá sér oft í glas og aldrei á virkum degi. Þetta voru samt óvenjulegar aðstæður hugsaði hún og leitaði eftir einhverju drykkjarhæfu í skápnum. Hún tók flösku af Tequila og settist aftur í lazyboy. Þetta myndi stytta henni stundir þar til aumingjamörðurinn kæmi aftur úr hóruheimsókninni útriðinn og ógeðslegur. Fokk hvað henni hlakkaði til að sjá fokking smettið á honum. Djöfull skyldi hún fokking myrða hann.
Jac Norðquist
Athugasemdir
hjúúkkk
Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 15.4.2009 kl. 23:12
Ég segi það sama.....hjúúkkk......áfram með smérið.....
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 16.4.2009 kl. 10:16
Jæjaaaaa :-o
Jófó (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 13:19
Nú fer hann að koma heim, djöf.... fokking fíflið.... og þá .... já, HVAÐ þá? Verður hún orðin svo full að hún hittir ekki? eða hann nær byssunni? EÐA...
Marta Gunnarsdóttir, 16.4.2009 kl. 23:35
Róleg Marta, róleg :)
Jac G. Norðquist, 17.4.2009 kl. 05:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.