Brostin augu

Á leið heim úr vinnunni, keyrði ég mótorhjólið frekar varlega. Það hellirigndi og mér var skítkalt þrátt fyrir að vera í regnbuxum og þykkri peysu undir mótorhjólajakkanum. Það eru um það bil 20 kílómetrar frá vinnustaðnum mínum og heim. Ég keyri oftast "bakleiðina" því að það er að öllu jöfnu minni umferð á þeirri leið. Ég er samt ekki viss um að hún sé neitt styttri en alveg pottþétt fljótfarnari.

Ég byrjaði aðeins að skjálfa því að kuldinn smaug inn gegnum þykkan jakkann og framkallaði hroll sem hríslaðist um kroppinn minn. Ég fór að hugsa um hvað væri í matinn og hvort konan mín hefði tekið út fisk úr frystiskápnum. Svo beindist hugsunin að litlu dóttur minni sem var rétt nýorðin 6 mánaða gömul. Ég fór að brosa gegnum kuldann þegar ég sá brosmilt falleg andlit hennar fyrir mér.

Umferðin gekk alveg ágætlega og mér miðaði vel áfram. Klukkan var rétt um hálf fjögur og það leit ekkert út fyrir að rigningin stytti upp í bráð og gott ef að hún var ekki að aukast. Helvítis leiðindaveður alltaf hreint. Ég var farinn að þrá sól og sumaryl. Áður en ég lagði af stað úr vinnunni, lá ég á netinu og skoðaði sólarlandaferðir á spottprís. Ekki það að ég hefði efni á því að fara í sólarlandaferð, spottprís eður ei. Það var bara svo notalegt að láta sig dreyma aðeins.

Ég fór að spá í síðustu ferð okkar hjóna á sólarströnd fyrir tæpum tveim árum síðan. Notalegheitin við sundlaugarbakkann og 40°c hiti. Hrein dásemd. 

Þessi hugsun náði samt ekkert að hlýja mér þar sem ég sat í grenjandi rigningunni á mótorhjólinu mínu á Dönskum sveitaveginum. Það styttist heim í hlýjuna.

 

Þú ert helvítis aumingi og ræfill, ég hata þig, ég bara helvítis djöfulsins hata þig og ógeðslega helvítis andlitið á þér og ég vil aldrei fokking sjá þig aftur helvítis aumingja viðbjóðurinn þinn !!!

Hún lamdi hnefunum fast í bringuna á manninum sem hafði rétt verið að viðurkenna fyrir henni að hann hefði haldið framhjá henni. Helvítis tussan þín hættu þessum barsmíðum, hann sló hana með flötum lófa á hægra eyrað hennar. Svona hættu hvæsti hann aftur og hrinti henni afturábak í átt að útidyrunum, ég hélt framhjá þér því þú ert bara fokking sækó-tík og átt ekki annað skilið tussan þín. Komdu þér út. Hann var farinn að öskra og hún fann ramma bjórlyktina af honum. Klukkan var rétt að verða hálf fjögur á fimmtudegi og hann var orðinn vel í því. Helvítis drykkjurútur.

Hann hélt áfram að hrinda henni aftur ábak þar til hnakkinn á henni skall á útihurðinni. Drullaðu þér héðan út þurrkuntan þín. Það er gersamlega vonlaust að ríða þér svo hverju áttu von á annað en maður haldi smá framhjá, ha , segðu mér það? Öskraði hann!

Hún titraði svo mikið af hræðslu og reiði að hún kom ekki upp orði. Þetta var í fyrsta skipti á ævinni sem hún hafði rifist svona heiftarlega við nokkurn. Hún fann fyrir því að hafa ekki orðaforða upp á neitt annað en "Fokk" og "Helvíti"! Meðan hann var að öskra ókvæðisorðum á hana, fór hún að leita í huganum að einhverju kjarnyrtari að segja.

Helvítis tittlingurinn á þér er eins og á fokking vansköpuðu svíni, þú ert illa lyktandi svínslegur viðbjóður helvítis auminginn þinn!

Hann sló hana svo fast að hún steinlá. Lyppaðist bara niður við útihurðina og lá þar meðan hann ruddist aftur inn í húsið og náði í jakkann hennar og veskið. Hann tosaði meðvitundarlausa konuna frá hurðinni og opnaði hana. Dró síðan konuna út á stéttina fyrir framan húsið og henti jakkanum og veskinu yfir hana. Helvítis tussa hvæsti hann og sparkaði fast í síðuna á henni. Hún umlaði í meðvitundarleysinu og herptist saman. Hann rauk inn og skellti hurðinni. Helvítis tíkur, helvítis kvenfólk allar saman. Hann opnaði annan bjór og settist fyrir framan sjónvarpið og stillti á fótbolta. Djöfull var þetta allt henni að kenna. Andskotann var hún svo að kíkja í ruslið á baðinu  og finna smokkinn? Hver í fjandanum rótar í baðherbergisruslinu? Aldrei myndi hann kafa eitthvað ofan í ruslafötur á baðherbergjum. Helvítis fokking tíkin. Hann kreisti tóma bjórdósina og öskraði.

Rigningin vakti hana smámsaman og hún reyndi að standa upp. Skerandi stingurinn í síðunni fékk hana til þess að beygja sig í keng, úff. Hún varð að draga andann grunnt vegna verkjarins. Titrandi tók hún upp jakkann og veskið og fiskaði bíllyklana sína upp úr því. Hún leit snöggt í átt að lokaðri útihurðinni og safnaði saman stórri slummu af hráka í munninn og lét svo vaða á hurðina. Helvíts aumingi stundi hún upp og hrækti aftur.

Hún setti bílinn í gang og hefði reykspólað í burtu ef hún hefði kunnað það. Í staðinn snuðaði hún á kúplingunni í 7000 snúningum og ók löturhægt í burtu. Meira að segja bíllinn var á móti henni.

Hún reyndi að slaka á en titringurinn hætti ekki og augun fylltust af reiðitárum. Niðurlægingin helltist yfir hana og hnúarnir hvítnuðu á stýrinu. Bíllinn var kominn á ferð núna og hún gíraði hann upp. Hún var ekki viss um hvert hún átti að fara en varð bara að komast eitthvert í skjól svo hún gæti grátið og fengið smá útrás fyrir reiðina og gríðarleg vonbrigðin yfir smokkafundinum. Henni hafði svosem lengi grunað að hann væri að halda framhjá en alltaf þegar hún spurði hvort hann væri henni ekki trúr og tryggur, fór hann alltaf að hlægja og sagði að það væri hann svo sannarlega. Hann liti ekki einu sinni á aðrar konur hvað þá að hann væri eitthvað að sækjast eftir því að halda framhjá henni. Lyga djöfuls mörðuinn.

 

Ég reyndi að hrista af mér drungann og kuldann og hægði aðeins á mótorhjólinu þegar bíllinn fyrir framan mig bremsaði varlega. Það var greinilega gamall maður undir stýri og honum fannst óþægilegt að keyra í grenjandi rigningunni. Ég hægði meira ferðina og fór að pirrast svolítið yfir því hversu hægt sá gamli keyrði. Það var allt í lagi að fara varlega en þetta var bara of hægt að mínu mati. Ég fór að líta framar á veginn og spáði í að taka frammúr þeim gamla. Mér gafst ekki tækifæri til þess því að hann gaf allt í einu stefnuljós út í kantinn og stoppaði þar. Ég bölvaði og jók svo hraðann til þess að komast upp í eðlilegan ökuhraða á sveitaveginum og framúr gamla karlinum. Ég tók snyrtilega framúr honum og  leit svo í speglana til að fylgjast með því hvað sá gamli myndi gera.

Ég var enn að horfa í speglana þegar ég keyrði inn á krossgötu-gatnamótin.

Ég sá aldrei grátandi konuna sem keyrði yfir stöðvunarskilduna án þess að stoppa og inn í hliðina á mótorhjólinu mínu.

Ég hvorki fann höggið af bílnum eða höggið þegar líkami minn skall í götuna eftir að hafa rúllað í stórum boga yfir bíl konunnar. Hjálmurinn minn brotnaði í sundur við skellinn og flettist af mér eins og hann hefði verið eggjaskurn.

Ég fann ekki blóðið leka úr eyrum mínum eða nefi og ég sá ekki grámyglulegan himininn þar sem ég lá á bakinu í vegarkantinum.

Ég reyndi að blikka augunum því ég fann rigninguna skella á hvítunni. Ég gat ekki blikkað.

Ég fann engan sársauka.

Ég heyrði ekkert nema hjarta mitt slá.

Dúmp dúmp

Dúmp dúmp

Dúmp

 

Dúmp

Ég heyrði hjartað mitt hætta að slá og meðvitundin skreið í burtu eins og þegar maður gengst undir svæfingu á spítala.

Augu mín horfðu brostin upp í himininn.

 

Jac Norðquist

 

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég vill heyra framhaldið...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.3.2009 kl. 18:16

2 Smámynd: Helga skjol

Ég líka ef það er eitthvað framhald og þá væntanlega um konuna en ekki manninn sem varð fyrir bílnum hjá henni, annars bara góð saga hjá þér bói minn.

Helga skjol, 15.3.2009 kl. 10:40

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þetta er í góðu lagi - haltu áfram

Páll Jóhannesson, 15.3.2009 kl. 10:47

4 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

vááá spennandi....endilega haltu áfram

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 15.3.2009 kl. 12:44

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tú ert fokking helvíti gódur...

Til hamingju med tetta kæri Jac.Bíd spennt eftir framhaldinu.

Gudrún Hauksdótttir, 15.3.2009 kl. 17:08

6 Smámynd: Dísa Dóra

Þessari sögu ætla ég að fylgjast með.

Dísa Dóra, 20.3.2009 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband