Kúrekastígvél

Lögreglumennirnir óku hægt framhjá húsi konunnar. Það var ekkert ljós að sjá þar innandyra. Þeir höfðu athugað gaumgæfilega allar strætóstoppistöðvar í nágreni slysavettvangsins en sáu engan sem gæti verið konan sem þeir leituðu af. Þeir kölluðu í talstöðina og báðu konuna á skiptiborðinu um að athuga hvort konan væri með skráðan GSM síma á sínu nafni. Það var hún og þeir fengu númerið. Sá yngri náði í síma í hanskahólfi lögreglubílsins og hringdi í númerið sem hann hafði hripað niður á servíettu. Það hringdi nokkrar hringingar í númerinu en svo kom staðlað talhólf „Vinsamlega skildu eftir skilaboð á eftir tónmerkinu“. Lögreglumaðurinn kynnti sig og bað hana um að hafa samband við næstu lögreglustöð hið fyrsta, það væri áríðandi að lögreglan næði við hana sambandi vegna skýrslutöku. Hann lagði á eftir þessi stuttu skilaboð. Meira gætu þeir ekki gert í bili þar sem að vaktinni þeirra var loks að ljúka. Orðnir uppgefnir, keyrðu þeir niður á lögreglustöð og lögðu bílnum. Næturvaktin fengi ekki aðgang að þessum bíl í nótt og þeir voru ánægðir með það. Það var alveg óþolandi að taka við bíl eftir næturvaktir. Þeir voru alltaf skítugir og fullir af rusli eftir nætur-naslið. Sá yngri læsti bílnum og saman gengu þeir upp tröppurnar og inn á lögreglustöðina. Eftir að hafa klætt sig úr einkennisklæðnaðinum og skipt yfir í borgarlegan klæðnað, tók sá yngri eftir því að hann var ekki með skammbyssuna sína. Hann hristi höfuðið yfir klaufaskapnum, fjárinn, hún hefur enn og aftur dottið á milli sætanna. Hann ákvað að biðja um annað hulstur þegar hann kæmi aftur á vaktina, þetta gengi ekki að vera alltaf að tapa byssunni. Hann fór ekki að athuga um hana því hann átti að taka við bílnum á morgun svo það skipti litlu máli að byssan lægi í bílnum yfir nóttina.

 

Henni langaði til að blístra af fögnuði við að heyra í fokking aumingjanum koma inn í stofuna. Það var alveg dimmt og hann sá greinilega ekkert. Augu hennar voru búin að venjast myrkrinu svo hún sá hann alveg þokkalega vel. Hún miðaði byssunni á hann og setti vísifingur á gikkinn. Hún fylgdi skuggamyndinni ganga inn í stofuna og sá hvar hann þreifaði eftir slökkvaranum á standlampanum við sjónvarpið. Það kom smellur þegar hann kveikti á honum. Hún pírði augun á móti birtunni og á sama augnabliki snéri hann sér við og sá hana. Fokking shjitturinn maður!! Honum krossbrá, djöfulan ertu að gera hér? Sagði hann og var steinhissa. Þá tók hann eftir byssunni sem hún miðaði ennþá á bringuna á honum, fokk, hvað í fokk ertu að gera tí.. vina? Hann sleikti efri vörina og setti aðra höndina á mjöðm. Heyrðu getum við ekki bara talað um þetta eða hvað, þarftu eitthvað að vera að hóta mér með þessari byssu? Ég meina, ég sló þig ekkert sko fast þú skilur, þetta var bara meira svona sjálfsvörn, þú varst bara eitthvað svo fokking kreisý. Hann talaði út í eitt. Hún varð ringluð eitt augnablik en dró svo djúpt andann og öskraði eins hátt og hún gat „ Sestu niður helvítis fokking skíturinn þinn“ Honum brá svo mikið að hann meig á sig. Heitt þvagið lak niður vinstri skálmina og ofan í snjáð kúrekastígvélið með Texas-útsauminum og silfurlitaðri sylgjunni. Fokk hvað hún naut þess að sjá hræðsluna leka af honum. Djöfull átti hann þetta fokking skilið. „Sestu þarna niður helvítis maðkurinn þinn“ Hún benti með byssunni á lazyboy stólinn. Hann stóð bara þarna og var sem lamaður, það var eins og eitthvað hefði dottið úr sambandi inni í honum. Hann vildi hlýða henni, hann reyndi að hlýða henni, en líkaminn bara virkaði ekki. Hann varð alveg steinhissa á sjálfum sér, svo hissa að eitt augnablik gleymdi hann því að hún var með byssu og miðaði henni á hann. Hann sá eins og í slow motion þegar hún bærði munninn í enn einu öskrinu og miðaði svo hægt og rólega byssunni á vinstri fót hans. Hann heyrði ekki bofs í hvorki henni né skammbyssunni þegar hún hleypti af. En Guð minn fokking góður hvað hann fann fyrir sársaukanum þegar 7mm kúlan tætti sundur kúrekastígvélið svo að blóð og þvag sprautuðust í allar áttir! Hann öskraði af leiftrandi sársaukanum og féll niður á bæði hnén. Helvítis tíkin skaut mig, hún fokkin skaut mig? Reiðin og undrunin voru slík að hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hann bara lá þarna á hnjánum og heyrði einhvern öskra eins og stunginn grís í fjarlægð. Shit hvað svínið gat öskrað hugsaði hann pirraður. Öskrin færðust nær og nær þar til að hann fattaði að þetta voru hans eigin öskur? Fokk! Hann fór að hósta vegna áreynslunnar á raddböndin. Áfengismettaður heilinn reyndi í fullkominni örvæntingu að finna upp á einhverju til að segja við þessa morðóðu tík með skammbyssuna en það kom ekkert nothæft fram á tunguna á honum annað en „Fokk“. Hann mundi þá að hún hafði öskrað á hann að fara í lazyboy stólinn og nú reyndi hann að skríða yfir gólfið og að lazy boy stólnum. Það tókst og hann hlammaði sér niður og leit síðan upp til hennar þar sem hún stóð glottandi og miðaði helvítis byssunni ennþá á hann. Sársaukinn í fætinum var að gera útaf við hann en hann reyndi samt að spyrja hana hvað í fokk gengi á? Afhverju hún léti svona?

Þú bara fylltir fokking mælirinn elskan, sagði hún og glotti ennþá breiðar. Núna ætla ég bara að stúta þér aumingjans fokking fávitinn þinn og losa helvítis heiminn við svona djöfuls viðbjóð. Finnst að hóran hún mamma þín hafði ekki vit í heimska hausnum á sér til að fara í fóstureyðingu þegar helvítis trukkararnir hópriðu henni á klósettinu, skal ég fokking taka af henni ómakið! Þér verður stútað í kvöld helvítis óbermið þitt. Hún öskraði síðustu orðin og fann hvernig vald skammbyssunnar smeygði sér út um allan kroppinn. Hún horfði með megnum fyrirlitningasvip á mann garminn í stólnum.

Djöfull skal ég sko fokking stúta þér.

Jac Norðquist


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Oh þú skilur mann alltaf eftir í mestu spennunni,kannt greinilega tæknina,svona á að halda manni við efnið annars bara frábært,ekki láta bíða svona lengi næst.

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 9.5.2009 kl. 23:08

2 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Flott hjá þér, já og ekki láta okkur bíða svona.

Þú ert bara djöf... góður rithöfundur.

Marta Gunnarsdóttir, 10.5.2009 kl. 12:52

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Vel gert.....

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 15.5.2009 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband