Færsluflokkur: Bækur

Ég trúi því varla...

Það eru að verða 2 ár síðan og skrifaði hér síðast !!! Hvað er eiginlega í gangi með mig ? Er fokking Facebookið bara búið að slátra ritgleðinni ? Jahérna hér... best að fara hífa sig upp á rassgatinu, hætta að eyða tíma á FB og geysast svo fram á ritvöllinn....
Kveðja
Jac

Ekki örvænta.... :)

Er að skrifa svo mikið af öðru efni... þessvegna hefur COMA sitið svolítið á hakanum. Ekki það að það séu margir sem kíkja hingað inn... en þeir sem það gera.... þá fer alveg að koma færsla ;)

Bestu kveðjur

Jac


Fokking klúður

Hún teygði höndina varlega inn fyrir stofuhurðina og þreifaði eftir slökkvaranum. Hjartað fór allt í einu að hamast í brjósti hennar og óttinn ætlaði að kæfa hana. Höndin strauk hurðarstafinn rólega niður á við í átt að slökkvaranum. Allt í einu var gripið fast í hendina á henni og kippt fast í, svo fast að höfuð hennar skall á dyrakarminum og blóðið fossaði úr nefinu á henni. Hún var svo ringluð og hissa að hún náði ekki einu sinni að öskra. Hvað í fokking helvíti var þetta? Gripið um hendi hennar hertist enn frekar og nú sárkenndi henni til. Hvað í fokking helvíti er þetta maður, öskraði hún hátt og reyndi að sjá inn í myrkvaða stofuna. Hafði hún ekki örugglega drepið fokking aumingjann, var hann að ganga aftur eða hvað? Hún náði að rykkja hendinni í krumlunni sem hélt í hana og ætlaði að snúast á hæli og hlaupa út, en hætti við það og smellti hendinni á slökkvarann og kveikti ljósið. Þarna hálf stóð auminginn með sundurskotinn hálsinn og stærðar gat á hausnum og blóðhlaupin augun störðu á hana. Hann teygði hendurnar í ámáttlegri bæn um hjálp til hennar og það korraði í blóðhryglunum í götuðum hálsinum. Þú ert dauður fávitinn þinn, sagði hún hæðnislega við hann, þú ert bara fokking dauður en ert greinilega of heimskur til að skilja það fávita heimskinginn þinn. Hún tók undir sig stökk og sparkaði eins fast og hún gat í vinstri hlið höfuðsins á honum. Höfuðkúpan var brotin fyrir af völdum byssukúlunnar svo að gríðarlegt sparkið var þess valdandi að skóklæddur fótur hennar gekk inn í höfuðkúpuna, svo kyrfilega að hún festist. Saman féllu þau í gólfið og hún varð að spyrna með hinum fætinum í andlit hans til að losa fótinn. Skórinn varð eftir, hálfur inni í mélaðri kúpunni. Henni var sama, hún hafði ekki geð í sér að beygja sig niður eftir honum og þurrka heilaslettur og viðbjóð af skónum. Hún sparkaði af sér hinum skónum. Djöfuls fokkin fokk, hún hafði snúið sig illa á fætinum, svo illa að henni dauðkenndi til. Hún stóð upp en gat ekki stigið í fótinn, djöfuls djöfull hvæsti hún milli samanbitinna tannanna. Haltrandi studdi hún sig við vegginn. Nú var helvítið alla vega steindautt. Hún leit í lazyboy stólinn og sá veskið sitt og tók það upp svo haltraði hún berfætt út úr húsinu og settist inn í bílinn. Mikið djöfuls fokking klúður var þessi helvítis hóruungi búinn að koma henni í. Glott lék um varir hennar, djöfull var gott að vera búinn að stúta honum.... endanlega. Hún startaði bílnum, setti rúðuþurrkurnar í gang og ók af stað. Ég verð að láta kíkja á helvítis fokking fótinn á mér sagði hún við upphátt við sjálfa sig, hún tók stefnuna á spítalann.

Nóttin leið og það fór að daga. Hjúkrunarkonan kæfði geispa og leit á úrið. Það var ekki eftir nema klukkutími af vaktinni og mótorhjólamaðurinn lifði ennþá svo að það voru einhverjir samstarfsfélagar hennar að horfa á eftir flösku af rauðvíni. Hún fór fram á ganginn og gekk rólega inn hann í átt að herbergi mótorhjólamannsins. Hún kíkti inn í herbergin hjá sjúklingunum á leiðinni og athugaði hvort allt væri ekki í lagi. Það var ró og friður yfir deildinni og ekkert heyrðist nema hljóðin í öndunarvélunum og pípin í mónitorunum sem vöktu yfir sjúklingunum. Hún kom að herbergi mótorhjólamannsins og opnaði varlega hurðina, ekki það að hún væri hrædd um að vekja hann heldur af tillitssemi við örþreytta eiginkonu hans. Eiginkonan var vakandi og sat á gluggakistunni. Hún leit ekki upp þegar hjúkrunarkonan smeygði sér inn í herbergið heldur starði tómu augnaráði á manninn sinn í sjúkrarúminu. Augu hennar voru blóðhlaupin af þreytu og dökkir baugar farnir að myndast undir þeim. Hjúkrunarkonan rauf þögnina og sagði við hana að það væri góðs viti að mótorhjólamaðurinn hefði lifað af nóttina, það benti til stöðulleika og nú væri það eina sem hægt væri að gera væri að bíða og sjá hvernig honum reiddi af. Hún lagði höndina á öxl eiginkonunnar og sagði henni að fara heim, fara í sturtu og leggja sig. Ef að einhverjar breytingar, til góðs eða ills, yrði hringt með það sama í hana. Eiginkonan horfði í augu hjúkrunarkonunnar, ég get bara ekki farið frá honum, mér finnst ég ekki geta yfirgefið hann í svona ásigkomulagi. Ég veit að hann myndi vera hjá mér fram í rauðann dauðann ef það væri ég sem lægi þarna á rúminu. Ég skil það vel vina, sagði hjúkrunarkonan, en veistu, ef þú klárar batteríin núna, hvernig ætlar þá að verða honum til stuðnings ef eitthvað breytist? Það borgar sig að hvílast aðeins og svo getur þú komið aftur síðar í dag. Við höldum honum í dái í amk 3 daga áður en við léttum á svefninum til þess að sjá hvort heilinn starfi. Svona drífðu þig bara heim, hvíldu þig aðeins og komdu svo aftur fersk og endurnærð. Ég skal lofa þér því persónulega að láta þig vita ef eitthvað gerist hér á meðan ok? Eiginkonan sá alveg rökin í máli hjúkrunarkonunnar og stóð rólega upp af gluggakistunni. Já það er rétt hjá þér sagði hún og geispaði, ég tek þá af þér loforð um að láta mig vita ef.... ef eitthvað breytist? Hjúkrunarkonan klappaði henni vinalega á öxlina, svona, þetta verður í lagi, hann er greinilega mjög harður af sér því að flestir aðrir hefðu ekki meikað nóttina. Hjúkrunarkonan kreisti fram bros máli sínu til stuðnings. Eiginkonan klæddi sig í jakkann sinn og gekk að rúmi mótorhjólamannsins, hún beygði sig yfir rúmið og kyssti varlega á ennið á eiginmanni sínum, bless ástin mín, ég elska þig, hvíslaði hún lágt. Þegar hún var komin út í bíl og búin að setja í gang fannst henni hún þurfa að gráta en það komu engin tár. Hún hugsaði með sér að sennilega hefði hún klárað forðann um nóttina. Hún reyndi að blikka augunum en fann hve þurr þau voru orðin svo hún bara reyndi að spá ekkert í það og ók af stað. Hvort sem það var augnþurrkurinn eða þreytan eftir andvökunóttina, þá sá hún ekki bílinn sem kom keyrandi á fullri ferð á aðalgötunni fyrir framan spítalann, hann var ekki með stefnuljós en beygði samt inn á heimkeyrsluna á sömu stundu og eiginkonan ók út. Höggið var gríðarlegt þegar bílarnir skullu saman. Höfuð eiginkonunnar skall í vinstri framrúðuna og mölbrotnuðu bæði rúðan og höfuðið við höggið. Líknarbelgurinn í stýrinu blés kröftuglega upp en kom ekki að gagni þar sem að allt höggið kom beint á bílstjórahurðina. Höfuð hennar hefði sennilega ekki brotnað svona illa ef bíllinn hefði verið af nýrri árgerð, árgerð sem hefði líknarbelgja-gardínur. Bílarnir voru ennþá á hreyfingu þegar augu hennar rúlluðu aftur í hnakka og hún var látin.

Reykur úr báðum bílunum sveif yfir í kyrrð morgunsins. Fuglar sem höfðu hræðst við gríðarlegan hvellinn sem bílarnir tveir framkölluðu örfáum sekúndum áður, voru aðeins að róast og farnir að finna sér stað til að setjast á. Þeir höfðu fullkomið útsýni yfir slysstaðinn. Vaktmaðurinn á slysavarðstofunni rauf kyrrðina með því að hlaupa út á gatnamótin og reyna að rífa upp farþegahurðina á bíl eiginkonunnar, það tókst honum ekki vegna þess að gríðarlegt höggið hafði grindarskekkt bílinn svo mikið að hurðarnar sátu pikkfastar í falsinu. Hann hljóp hinumegin við bílinn og sá samstundis að það yrði ekkert gert fyrir þessa manneskju sem lá samanfallin í bílstjórasætinu.

Jac Norðquist

 

 


Sumarfríi að ljúka.....

Jæja þá er dásamlegu fríi að ljúka og ekki seinna vænna en að hefja skrif aftur. Ég hef vonandi engu gleymt með COMA en er byrjaður að rita næstu færslu. Þakka ykkur sem þetta lesa og vonandi að þið njótið skrifanna minna :)

Kveðja

Jac Norðquist


Draumur

Eiginkonan lá framá rúmbríkina hjá mótorhjólamanninum, lágvært suðið í öndunarvélinni og pípið í monitorunum var svæfandi og fljótlega festi hún svefn, þrátt fyrir óþægilega stellingu. Hana fór að dreyma um liðnar stundir og draumar hennar tóku hana allt aftur til fyrstu kynna þeirra hjóna. Í svefninum laumaðist fram bros á varir hennar. Svo dökknuðu draumarnir og brosið hvarf. Hún var stödd í svarthvítri veröld þar sem að napur vindur gnauðaði, ein með litlu stúlkuna þeirra á handleggnum og lemjandi rigningin meiddi hana í framan. Hún reyndi að fremsta megni að skýla litlu stúlkunni fyrir vindinum og regninu en orkaði það ekki. Hún var að bugast og féll niður á hnén í mjúka moldina. Fyrir framan sig sá hún legstein. Eldingarblossi lýsti hann upp og hún sá áletrunina á honum. Það var nafn mannsins hennar, hvíl í friði ástin mín, stóð fyrir neðan. Hún leit á dagsetninguna á legsteininum og í draumnum fann hún til mikillar undrunar. Dagsetningin var mörg ár fram í tímann? Hún stóð upp, er þetta eitthvað tákn, sagði hún upphátt, hún sperrti höfuðið upp í vindinn og svartan himininn og kallaði af lífs og sálarkröftum "Er þetta eitthvað tákn"? Hún fann að hönd var lögð á öxl hennar og leit snöggt við, svo snöggt að hún missti nær því litla stúlkubarnið. Þarna stóð hann og grænblá augu hans horfðu svo brosmild í augu hennar. Ertu, ertu dáinn? Spurði hún hann titrandi rómi, ertu farinn frá mér ástin mín? Hún fann tárin byrja renna niður kinnarnar. Innst inni fann hún að þetta var draumur en hún vildi ekki stöðva flæðið, hún vildi láta sársaukann fljóta fram. Ertu dáinn frá mér og litlu stúlkunni okkar elsku ástin mín? Mótorhjólamaðurinn horfði beint í augu hennar og brosið hans fallega vék fyrir áhyggju svip. Hún fann tak hans á öxlinni herðast eins og hann væri að halda sér föstum. Halda sér svo að hann ekki sogaðist upp í vindinn og regnið og hyrfi að eilífu á braut. Munnur hans kipraðist eins og hann væri að reyna að segja eitthvað en það komu engin orð. Augu hans viku ekki af henni en hún sá hann næstum því ekki fyrir tárum. Hún fann að takið á öxlinni linaðist aðeins og hún sagði lágum rómi "ekki fara ástin mín, ekki fara frá okkur, ég er ekki viss um að ég geti lifað án þín, elskan mín" Hún grét. Mótorhjólamaðurinn lét höndina renna létt niður öxlina á henni og niður á bringuna. Hann lagði flatann lófann henni í hjartarstað. Já ástin mín, sagði hún, þú munt alltaf vera lifandi í hjartanu mínu. Hún horfði á þennan stóra sterka mann síga hægt niður á hnén og taka varlega um höfuð litlu stúlkunnar. Hann beygði sig fram og kyssti það ofurvarlega. Hann leit upp á fallegu konuna sína og um andlit hans fóru sársaukabylgjur. Það breyttist allt í einu landslagið í draumnum og hún var stödd á gatnamótum á einhverjum sveitavegi. Hún sá mótorhjól koma keyrandi í rigningunni og án þess að sjá það greinilega, vissi hún að þetta var maðurinn hennar. Hún leit í hina áttina og þar sá hún bíl koma keyrandi á miðri götunni. Almáttugur, það á eftir að verða slys hér ef þessi bíll hægir ekki á sér, hugsaði hún. Á sama augnabliki gerðist það óumflýjanlega. Konan á bílnum keyrði út á gatnamótin og beint inn í hliðina á mótorhjólinu. Eiginkonan stóð við hliðina á þessu öllu og það var eins og að horfa á bíómynd sýnda í slow motion þar sem að maðurinn hennar sveif upp í loftið og skall efst í framrúðuna á bílnum og féll svo í götuna fyrir aftan hann.

Það var þrifið harkalega í öxlina á henni og hjúkrunarkonan hristi hana úr draumnum og inn í heim hinna lifandi. Fyrirgefðu sagði hjúkrunarkonan afsakandi, þú varst bara að dreyma og þú hljóðaðir svo hátt í svefninum að ég bara varð að vekja þig. Martröð? Eiginkonan var titrandi og rennsveitt, já stundi hún upp, þetta var sko heldur betur martröð. Hún kyngdi munnvatni en það var ekki nóg til að væta þurran hálsinn. Slakaðu á , sagði hjúkrunarkonan, ég skal ná í vatn fyrir þig. Takk, sagði eiginkonan, takk fyrir það.

Jac Norðquist

 


Myrkur

Hjúkrunarkonan gekk inn á vaktherbergið. Það var alveg merkilegt hvað tíminn gat liðið hægt á þessum næturvöktum. Hún geispaði lágt og hellti sér kaffi í bollan sem stóð á borðinu. Hún hafði ekki fyrir því að hella gamla kalda kaffinu úr honum heldur bara bætti á. Henni fannst kaffi hvort sem er ekkert gott en hún varð bara að fá koffeinið. Hún settist niður við skrifborðið og beið eftir því að hinar hjúkkurnar kæmu inn eftir gangaröltið. Hún var ennþá sár og reið þeim fyrir tillitsleysið gagnvart mótorhjólamanninum og lofaði sér því að tala um þetta á næsta starfsmannafundi. Hún vissi það svosem fyrirfram að hún myndi ekki segja múkk frekar en fyrri daginn. Það var bara ekki í eðli hennar að standa upp í hárinu á einum eða neinum, hvað þá heilli næturvakt af tilfinningalega dauðu fólki. Hún sötraði kaffið, oj hvað þetta ætlaði aldrei að venjast. Á skrifborðinu við tölvuna lá ennþá öskuskírteini mótorhjólamannsins. Hún rúllaði skrifborðsstólnum yfir að tölvunni og tók upp skírteinið. Myndin horfði á hana. Augu hans horfðu djúpt í augun hennar. Hún strauk varlega með þumalfingri yfir myndina, svona svona, sagði hún blíðlega, þetta verður allt í lagi vinur. Þetta verður allt í lagi. Tár streymdu fram í augu hennar og hún saug varlega upp í nefið. Hún fann hvernig sér hlýnaði í maganum og hjartað sló örlítið örar. Augu hans horfðu dáleiðandi á hana. Hún skoðaði broshrukkurnar kringum augu hans og brosvipruna sem teygði á öðru munnvikinu. Stutt dökkt hárið lá í örlitlum spíss fram á ennið. Það var eitthvað svo dásamlega karlmannalegt við þetta andlit sem heillaði hana svo innilega. Hún var alls ekki vön að falla fljótt fyrir karlmönnum og það að falla fyrir giftum mönnum var bara alls ekki hennar brauð. Hún leit flóttalega í kringum sig og stakk ökuskírteininu í vasann á sloppnum sínum. Hvað var hún að spá? Roði færðist yfir andlit hennar. Hún var bullandi ástfanginn.

Hún þrýsti af öllu afli á gikkinn en ekkert gerðist. Helvítis, stundi hún upp. Hvað í fokk er að þessari byssu? Hún reyndi aftur en ekkert gerðist. Hún skellti byssunni í reiði sinni á borðið og grúfði andlitið í höndum sér. Það fór um hana ákafur ekki svo hún hristist öll og skalf. Nei, hugaði hún, ég get þetta ekki, ég bara get þetta ekki. Hún stóð upp og fór að eldhúsvaskinum, skrúfaði frá kalda vatninu og skvetti framan í sig ísköldu vatninu. Hún hresstist aðeins við þetta og leit í kringum sig eftir viskastykkinu sem vanalega hékk á skúffuhandfanginu við eldavélina. Það var þar ennþá svo hún tók það og þerraði sig vandlega í framan. Hvað skal nú gera hugsaði hún og fann að hugsun hennar var að verða skýrari. Sterkt Tequilað var byrjað að renna af henni og hún fann að ró var að færast yfir kvalinn huga hennar. Hún leit í átt að stofuhurðinni en ákvað að fara ekki þar inn aftur og sjá viðbjóðslegt líkið af aumingjanum. Hún strammaði sig af og gekk í gegnum þvottahúsið og út bakdyramegin. Hún hafði tekið aukalyklana af bílnum hans sem héngu í tauskápnum í þvottahúsinu og opnaði nú bílinn með fjarstýringunni. Tvisvar blikkuðu stefnuljósin og bíllinn opnaðist. Hún settist inn og setti bílinn í gang. Hún var að stilla baksýnisspegilinn þegar hún sem snöggvast leit í hann og sá ömurlega útlýtandi andlitið á sér. "Almáttugur góður Guð" stundi hún upp, ég er eins og einhver fokking hóra? Hún þreifaði eftir veskinu sínu en fann það ekki á sínum vanalega stað í farþegasætinu. Hún leitaði eftir því á gólfinu en það hafði ekki heldur runnið þar niður. Hvar var fokking veskið? Hún fékk nett sjokk þegar hún fattaði að það lá sennilega undir helvítis líkinu í lazyboy stólnum. Helvítis fokking djöfuls fokk! Hún steig út úr bílnum og fór inn í myrkvað húsið. Nú fann hún greinilega lyktina af brunnu púðrinu og ramma blóðlyktina. Mikið gat blóð lyktað illa hugsaði hún þegar hún þreifaði eftir slökkvaranum á veggnum. Hún kveikti ljósið og gekk inn eldhúsið og inn í stofuna. Skyndilega fann hún hárin rísa á höfði sínu og tilfinning um að hún væri ekki ein í húsinu helltist yfir hana. Varlega teygði hún höndina inn í myrkrið í stofunni og ætlaði að kveikja ljósið þar líka.

Jac Norðquist

   


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband